Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Blaðsíða 105
IÐUNN
íslenzk nientastefna.
99
vera að sletta smá-styrkjum í listamennina við og við;
það kemur hvorki listinni né þjóðinni að verulegu
gagni, en um gagnið ber auðvitað að hugsa fyrst. —
Skorturinn á skipulagsbundinni listmentastarfsemi er
annars auðsjáanlega alls ekki að kenna getuleysi hjá
oss íslendingum, heldur að eins hugsunarleysi. Menn
hafa í svo mörgu að snúast, og t. d. þingmenn eru
venjulega fulltrúar annara áhugamála og taka sér því
alls ekki tíma til að hugsa um málefni listanna, sem
eru þó engu síður í þágu almennings en önnur mál, því
almenningur heimtar eitthvað, sem lyftir honum upp úr
hversdagsþvarginu, skapar sér þá heldur eitthvað *—
betra en ekki neitt — til dægrastyttingar, ef hann hefir
rænu á. Annars stafa margir lestir þjóðanna, eins og
t. d. hugleysi, svartsýni, leti, drykkfeldni og margt fleira
einmitt oft af skorti á hollari dægrastyttingum. — List-
ræktin er því ekki eingöngu eitt veigamesta utanríkis-
málið, heldur um leið mjög þýðingarmikið innanríkis-
mál, og eini trausti mælikvarðinn á gildi menningar vorr-
ar er framvegis eins og hingað til einmitt heimsálitið,
sem allar persónulegar skoðanir hér heima eiga að víkja
fyrir. Menn mega svo sem hafa sínar einkaskoðanir á
íistaverkum og listamönnum og jafnvel líta niður á hvort
tveggja, ef menn þykjast hafa ástæðu til, en það kem-
ur engan veginn málinu við, þegar sömu listaverk eða
listmentir á að nota sem vopn út á við til þess að tryggja
sjálfstæði þjóðarinnar og augljóst er, að um traust land-
varnarvopn er að ræða.
Erlendis yrði litið á vanrækslu í þessum efnum sem
ættjarðarsvik, en hér eru menn enn ekki farnir alment
að koma auga á nauðsyn málsins, þó að eftir fá ár eigi
að fara fram þjóðar-atkvæðagreiðsla um framtíð ís-
lenzks sjálfstæðis. J ó n L e i f s.