Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Blaðsíða 87
TÐUNN Þýzku miðstéttirnar og þjóðernisstefnan.
81
ættjarðar vorrar, að Kristur hinn krossfesti sé aftur kom-
inn til vor mitt í þrengingunum og acS Þýzkaland sé kall-
að til þess að boða heiminum fagnaðarerindið. Það er
að eins eitt, sem hefir breyzt í trúarjátningu vorri: Vér
höfum fyrir augunum opinberun guðs, ekki á liðnum tíma
eða um garð gengna, heldur sjáum vér guð lifandi mitt
á meðal vor — í foringja vorum, Adolf Hitler“.
Franski heimspekingurinn Jean Marie Guyau hefir í
bók sinni, „Trúleysi framtíðarinnar“, sem kom út á ní-
unda tug síðustu aldar, leitt að því veigamikil og skarp-
leg rök, að óhugsandi sé, að fram komi ný, jákvæð trú-
arbrögð innan endimarka hinnar vestrænu menningar.
Ný trúarbrögð verði ekki til án stofnanda, en írúar-
bragðahöfundur verður að hafa um höfuð sér blik helgi-
sagna og undraverka, sem hin rýnandi hugsun nútímans
og hraði fréttaflutningur myndi sjálfkrafa og vægðar-
laust svifta af honum. „Hefði Jesús verið uppi nú á dög-
um, myndu jafnvel einkabréf hans hafa verið birt. En
hvernig ættum vér að fara að trúa því, að persóna, sem
vér gætum lesið sendibréf frá, væri guð? Jafnvel minstu
smámuni f einkalífi merkilegra manna dregur nútíminn
fram í dagsljósið og rannsakar. Og félagshættir vorra
tíma gera oss kleift að fylgjast með öllu, sem slíkur
maður ratar í eða tekur sér fyrir hendur. Tilvera vor er
á öllum sviðum orðin svo raunhæf, að undrið nær henni
varla lengur“.
A dögum Guyau ríkti bjartsýn trú á hið rannsakandi
mannvit, sem við héldum að stjórnaði heiminum. Og jafn-
vel fyrir tólf — fimtán árum síðan hefðu sennilega flest-
ir verið fúsir til að undirskrifa þær skoðanir heimspek-
Iðunn XIX 6