Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Blaðsíða 46
40
Forboðnu eplin.
IÐUNIST
„Já, hálf-dauft finst okkur að tarna, þessum gömlu“»
hélt Þorbergur áfram. ,,En þetta fer í vöxt nú á tímum,
tiltekið hjá fólki, sem slæpist mikið iðjulaust. Ég veit
ekki, hvernig því er háttað, lagsi, en þá er líkt og
að síður brenni saman, þá er eins og að hvellhettan
vilji ekki springa, eða þá hitt, að einhver svik séu í
r vY * “
puonnu .
Séra Hannes sparn við fast og vék snögglega að fjar-
skyldu umtalsefni, en f þessum svifum kom frú Arngerð-
ur líka inn í stofuna og tók að breiða á borðið.
Borðhaldið tók nokkuð á taugarnar, ekki var unt að
neita því, og þar kom það berlega fram, hve þeim get-
ur stundum sézt yfir margt, sem velja sér viðfangsefni,
sem þeir vita lítil skil á. — Hnífurinn þrásleiktur og síð-
an notaður til aðdrátta ýmist í smjörkúpunni eða þá
hitt, að hnífsblaðinu var smeygt undir kæfu- eða rúllu-
pylsusneiðar, unz náð varð jafnvægi, en gaffallinn hins
vegar látinn afskiftalaus. Augum séra Hannesar var þýð-
ingarlaust að leita augna frú Arngerðar svo spyrjandi:
Geturðu ekki afstýrt þessu? — Nei, svöruðu hennar
augu, hún gat ekki afstýrt þessu. Fólkið var öðruvísi í
Mávavogum en í Hólmafirði, eða þá í höfuðstaðnum,
þar sem presturinn var upp alinn, í alkunnu snyrtihúsi.
Það v a r öðru vísi, og nú stoðaði ekki að krympa sig„
úr því út í það var komið. —
„Hvað áttu af skepnum?“ spurði Þorbergur í miðri
straumröst vökvunarinnar og leit til séra Hannesar.
„Eina kú“.
„Eina kú! — Og á hverjum fjandanum lifið þið þá?“
„Það eru auðvitað aðallega embættislaunin, Þorberg-
ur, og svo ofurlitlar aukatekjur“, svaraði presturinn.
„En þið eruð ketlaus jafnt fyrir því“.