Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Blaðsíða 52
46
Forboðnu eplin.
IÐUNN
var af ýmsum talin laukur ættarinnar, og jafnvel meðan
hún var ekki annað en ofurlítil budda hafði strax bor-
ið á einhverjum fínleika í fari hennar, sem mörgum gazt
að. Nú-nú, enda hafði þá stúlkan haft þetta lítilræði
upp úr fríðleika sínum og eiginleikum, að hún var kom-
in í frúarstand. Hann kunni að vísu ekki fyllilega a'ð
meta það, en sjálfsagt urðu nógir aðrir til þess. Og þó,
— þegar öllu var á botninn hvolft, þá voru það þó, ef
til vill, meðfram einhverjar upphefðar-hillingar, sem
höfðu dregið hann í útlegðina, eða gint hann í þessa
músagildru, þar sem alt frelsi virtist fyrir borð borið og
ekki mátti einu sinni hleypa úr byssu. — Nei, ekki gat
hann sagt, að hann yndi sér fullkomlega í nýju vistinni.
En „þó náttúran sé lamin með lurk, leitar hún út um
síðir“. Góðri viku eftir æðarfugla-víxlsporið kjagaði
Þorbergur gamli aftur með byrði sína inn með fjörun-
um og stefndi heimleiðis. Hann fór að þessu sinni inn
um bakdyrnar og barst lítið á. En þegar kom inn í eld-
húsið, afhjúpaði hann silkimjúkan, gljáandi vorkóp og
kallaði inn í stofuna:
„Getið þið notast við hann þennan, haldið þið?“
En það fór líkt og fyrri daginn, séra Hannes hrökk
samstundis úr jafnvægi og tók til ólmra andmæla: „Nei
— ónei, því fer fjærri, að við getum notast við selinn
þann arna. Við gerumst ekki þjófsnautar, hvorki í stóru
né smáu, skaltu vita. — Ertu annars með öllum mjalla,
Þorbergur, veiztu ekki, að selalagnir Hólmfirðinga rað-
ast hér út með allri ströndinni? Veiztu ekki, að það
stríðir á móti öllum reglugerðum og er þannig svívirði-
legt lagabrot að skjóta seli kringum lagnirnar. Ekki
vantaði annað en að Þorsteinn á Hvoli næði þvílíku
tangarhaldi á mér eða mínum, ákveðnasti andstæðing-
ur minn í kosningunni. En að því alveg sleptu, þá skal