Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Blaðsíða 188
182
Bækur.
IÐUNN
alþýðunnar eign. Þegar nú þessir menn sjá stofnað til slíkrar
útgáfu, sem að vísu verður til gleði og ánægju öllum, sem
geta veitt sér hana, en getur ekki orðið þeim annað en sýnd-
arbrauð, þá er ekkert óskiljanlegt, þótt beizkjan komi upp x
þeim í stað gleðinnar. Mér virðist þetta einmitt koma skýrt
fram hjá þeim alþýðumanni, sem á öðrum stað í þessu hefti
Iðunnar drepur á þetta mál. Og þar sem Fornritafélagið mun
njóta nokkurs opinbers styrks til sinnar stórmyndarlegu út-
gófu, munu það margir mæla, að það ynni sér til enn aukins
hróðurs, ef það sæi sér fært.að stilla verði bókanna meira í
hóf en gert hefir verið hingað til. Óhugsandi væri það heldur
ekki, að sú ráðabreytni myndi fást ríkulega endurgoldin, ekki
einungis með þakklæti alþýðunnar, sem er þó engan veginn
lítils virði, heldur einnig í venjulegum gjaldeyri — með auk-
inni sölu á bókunum. Á. H.
Halldór Kiljan Laxncss: Sjálfstætt fólk.
Hetjusaga. I.—II. E. P. Briem, Rvik. 1934-1935.
Sjálfstætt fólk hefir hlotið almenna viðurkenningu. Það er
nú komið inn í meðvitund íslendinga, að H. K. Laxness sé
skáld, sem þjóðin megi vera hrifin af. í rauninni vogar sér
enginn, hvað mikla andúð sem hann hefir á mólaflutningi sög-
unnar, að bera brigður á listagildi hennar. Þessi viðurkenn-
ing er gleðileg, svo langt sem hún nær, en hún virðist hjá
flestum bundin við mál og stíl sögunnar eða einstaka kafla
hennar. Aftur á móti sniðganga menn kjarna verksins, heyr-
ast aldrei nefna bygging sögunnar eða fjölbreytni og eining
hinna einstöku kafla. Fjöldinn, sem hrifinn er af stíl Hall-
dórs, eða þykir t. d. kaflinn Vetrarmorgunn það bezta, sem
skrifað hefir verið á íslenzku, finnur margt að persónum og
viðburðum sögunnar. Persónurnar þykja ýktar, viðburðirnir
ótrúlegir.
Því er ekki að neita, að Sjálfstætt fólk brýtur mjög í bága
við venjulegar hugmyndir manna um sögu. Það situr mjög
fast í íslendingum frá fornu fari, að sannleikurinn sé bund-
inn við eyktamörk, ættfærslu og staðaheiti. Nú kemur H. K.
Laxness með tveggja binda sögu, sem gerist mestöll á einu
heiðakoti, sem við fáum varla rétt nafn á, hvað bá vitneskju
um, hvar er á landinu. Við vitum ekki um nánustu skyld-