Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Blaðsíða 65
IÐUNN Þýzku miðstéttirnar og þjóðernisstefnan.
59
Og þeir skulfu af lotningu og þegnlegum ótta, þegar
keisarinn þeirra með drembilegu látbragði kunngerði:
,,í þessu landi er a'ð eins einn drottinn, og það er
eg. Hver sá, er dirfist að rísa til andstöðu gegn mér,
hann skal verða molaður mélinu smærra“. Keisarinn
hafði jafnvel trúað þeim fyrir því, að jafnaðarmenn-
irnir væru „föðurlandslausar órækjur“ — mannskepn-
ur, sem ekki væru þess verðar að heita Þjóðverjar. Af
insta grunni hjartans trúðu þeir á sanngildi þeirra orða.
Regla, agi, iðjusemi, heiðarleiki voru höfuðdygðir
þessa fólks. En ranghverfa dygðanna var siðferðilegt
dramb, sem stundum gat tjáð sig með fremur rudda-
legum hætti. Ef keisarinn var innilega sannfærður um,
að hann væri sérstaklega útvalið verkfæri hins hæsta
á þessari jörð og stæði við hann í nánara sambandi en
aðrir dauðlegir menn, voru þessir drottinhollu þegnar
ekki síður vissir um að vera guðs útvalin hjörð, kjarni
mannkynsins, sem heimsaldirnar höfðu sveitst blóði til
að ala. Og í fullu samræmi við þenna hugsunarhátt óx
þeim óheillavænleg hneigð til að líta á valdakröfur
Þýzkalands og drauma um heimsyfirráð eins og sjálf-
sagðan hlut og samkvæman áætlunum hinnar siðgóðu
heimsforsjónar. Það er nú sennilega almannlegur
breyzkleiki að blanda saman siðgæði og stjórnmálum,
en í sögunni munu þess fá dæmi eða engin, að þetta
tvent hafi verið jafn-hatramlega samtvinnað eins og í
Þýzkalandi — ekki sízt innan miðstéttanna.
Lífsviðhorf þessa fólks varð því harla kynleg sam-
suða af hagrænni efnishyggju annars vegar, en hins
vegar öfgafullri rómantík, ofurspentri hugsjóna- og
hetjudýrkun. Sex daga vikunnar vann það af dugnaði
og samvizkusemi, reis snemma úr rekkju og svaf svefni
hinna réttlátu, er það lagðist til hvíldar að loknu dags-