Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Blaðsíða 172
166
Orðið er laust.
IÐUNN
svo elcki annað en fróðleikslöngun og bókhnýsni alfcýðunn-
ar í sveitunum og það atgerfi, sem af henni hefir sprottið,
ssm hefir haldið henni á réttum kili. En hætti hún að ciga
þess kost að lesa góðar bækur i tómstundum sínum, bá dag-
ar hana uppi í ljósi 20. aldarinnar og verður að steingerv-
ingi. Hún verður þá, innan nokkurra áratuga, að skrælingj-
um, að öllu nema litnum. En þeir bera ábyrgðina, sem ráðs-
menskuna hafa með höndum á þjóðarbúinu.
I janúar 1935.
Bergsveinn Skúlason.
Enn glímir Jakob við Jehóva.
Það er gömul hefð í bókmentunum, að höfundar taki
þegjandi við því, sem að þeim er rétt af gagnrýni og skýr-
ingum á verkum þeirra, og er hefð þessi góð og gild, svo
lengi sem heiðarlegum og einlægum aðferðum er beitt. Sé
hins vegar út af því brugðið í verulegum atriðum, virðist
engin ástæða til, að höfundarnir beri ekki hönd fyrir höf-
uð sér.
Eg hefi alt til þessa fylgt þessari hefð, enda enga sér-
staka ástæðu haft til andmæla fyr en skáldsaga mín, ,,Og
björgin klofnuðu", kom út. En þá dundi líka yfir það regin-
flóð útúrsnúninga og úlfúðar, að eg sá mér ekki fært að
freista varnar, því það hefði kostað mig heila bók aðra. Eg
var þess líka fullviss, að enda þótt þessi skáldsaga mín
hefði verið lélegasta og siðlausasta bók, sem út hefir kom-
ið á Islandi, þá var hún þó altaf gull hjá þeirri gagnrýni,
sem gegn henni var beitt. Hún var nefnilega svo neppin, oða
óheppin, að verða kærkomið fórnarlamb hinnar nýmóðins
bókmentastefnu hér á landi, „benjamínskunnar“, sem m. a.
einkennir sig með því ,,frjálslyndi“ að heimta, að skáldrit
séu laus við félagslegar skoðanir, og þeirri „siðfágun", að
túlka ádeilur á þjóðfélagsmein sem boðskap um siðleysi. Sá-
ust þessi einkenni mjög greinilega í þeim dómum, sem helztu
fulltrúar þessarar stefnu, eins og æðstipresturinn sjálfur,