Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Blaðsíða 191
IÐUNN
Bækur.
185
elskar. Þessi aðstaða skapar sterkar andstæður og mikla vídd
í söguna, er krefst jafnframt sérstaks styrkleika höfuðper-
sónunnar. Hinn tragiski kraftur sögunnar, sem höfundurinn
þarf að fá fram, gæti enginn orðið, nema með bví að gera
einyrkjann að sterkri persónu. En það fellur alveg saman við
hugmynd sögunnar og gefur mönnum um leið skýringu á
því, hvers vegna sagan er svo óbundin í tíma og rúmi og
hvers vegna persónur hennar og atburðir eru svo ýktir.
Hugmyndin með Sjálfstæðu fólki er ekki að lýsa ákveðnu
einyrkjaheimili eða baráttu ákveðins bónda, heldur lífi ein-
yrkjastéttarinnar, sögu hennar frá upphafi og örlögum henn-
ar fram til þessa dags. Sjólfstætt fólk hefst í rauninni í
grárri forneskju. Þættirnir í sögu Bjarts eru í raun og veru
stytting á sögu einyrkjans um aldir. Er menn gera sér grein
fyrir þessu, þá sjá menn, að ekki var hægt að fá þau áhrif
fram nema því aðeins að binda söguna mjög lauslega við
ákveðinn tíma. Sama er að segja um takmörkun hennar í
rúmi. I-Iöfundurinn ætlast til, að sagan geti gerst hvar sem
er, vill gefa henni alment gildi. Hvar á íslandi sem er, jafn-
vel hvar í heimi sem einyrki berst fyrir lífi sínu, á Sjálfstætt
fólk að geta gerst. Eins er Bjartur dæmi, fulltrúi (typus)
fyrir einyrkjastéttina. Því má hann ekki vera ákveðinn bóndi,
bundinn við ákveðinn stað eða afmarkaðan tíma. Saga hans er
að hálfu leyti líking. Leið Bjarts í Sumarhúsum, frá því hann
sér land sitt í fyrsta sinn, festir þar bygð og þangað til hann
verður að flýja bæ sinn, það er leið einyrkjastéttarinnar frá
árdögum fram til þessa dags, lýst með dæmi eins hinna 30
ættliða, sem hafa bygt þetta land, líking ekki síður en för
Ganglera um refilstigu til Hávahallar, aðeins leið án guða.
En til bess að túlka lífsbaráttu heillar stéttar, sem jafn
óbugandi hefir verið í þyngstu raunum, þurfti að gera Bjart
að sterkri persónu, „ýktri“ persónu. í skapgerð hans eru
saman dregnir helztu eiginleikar íslenzka bóndans, allir sér-
kennilegustu þættirnir. Enginn einn bóndi er eins og Bjartur,
en það er heldur enginn íslenzkur bóndi, sem ekki á meiri og
minni skyldleika við hann. H. K. Laxness er ekki einn um
slíka framsetningu sem þessa. Það hefir verið sjálfrátt eða
ósjálfrátt hlutverk hinna stærstu skálda að skapa slíkan full-
trúa ákveðinna eiginleika eða stétta. Öll bókmentasagan