Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Blaðsíða 34
28
Þorgils gjallandi.
IÐUNN
sem vöktu hann til uppreistar og langærrar gremju (sbr.
Gjallarhorn, 1. des. 1910), en ekki sambandsmálið viS
Dani. Að minsta kosti verður þaS varla lesið út úr
blaðagreinum hans, sem kunnugir fullyrða, að hann hafi
fylgt þeim að málum, er fylstar kröfur gerðu á hendur
Dönum. Og þótt hann sjálfur yrði til þess að veita nýjum,
útlendum straumi inn í hinar fáskrúðugu íslenzku bók-
mentir, þá var ást hans á hinu forna og þjóðlega sterk.
Þess kennir þó, ef til vill, að á ólguárunum (um 1890—
1900) hafi hann litið gagnrýnni augum á fornbókment-
irnar en síðar varð, er hann eltist. Þannig varð hann til
að benda á „sorann í gullinu“ (Stefnir, 20. sept. 1895),
er Valtýr Guðmundsson hafði skrifað lof um gullöld ís-
lendinga í Eimreiðina. Og í grein um Stephan G. Stephan-
son (Bjarki, 12.—19. febr. 1897) bendir hann sérstak-
lega á það, að útlendu áhrifin hafi sízt orðið honum til
tjóns, heldur þvert á móti. Hins vegar sýnir það sig síðar,
að hann þolir lítt að heyra fornum sögum, fornmönnum
og viðteknum íslenzkum eiginleikum hallmælt. Þannig
neitar hann þeim áburði Páls Briem, eða þykir ofmælt,
að íslendingar séu bæði siðlausir og rangnefnd söguþjóð
(Gjallarhorn, 1.—8. jan. 1904). Jafn-illa undi hann því,
er Páll Briem tók Skarphéðinn í Njálu sem dæmi þess
falska sjálfstæðis, er hann þóttist finna hjá mörgum nú-
tíðar-stjórnmálamönnum (Norðri, 2. febr. 1906). •—
Greinin sýnir enn fremur, að hann hafði grandlesið Njálu,
eins og flestar fornsögur, en um gildi þeirra sem ungl-
ingabóka skrifar hann í Norðra (5. apríl 1907) og læzt
hvergi hræddur um, að þær gætu spilt unglingum — en
þá skoðun hafði meðal annars Matthías Jochumsson lát-
ið uppi um sögurnar. Hve sárt honum var um málið, sést
meðal annars á smágrein hans um titlana: ,,dama“ og