Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Blaðsíða 196
190
Bækur.
IÐUNN
Eiríks á Brúnum frá kóngsins Kaupmannahöfn sé á sinn hátt
jafn-skemtileg. Annars veit eg ekki, hvort það er eiginlega
rétt skilgreining á efni þessarar bókar að kalla hana ferða-
sögu. Ef til vill væri eins rétt að segja, að þetta væri nýtt
„Bréf til Láru“. Að vísu fylgjum við höf. á ferðalagi hans
og sjáum, heyrum og kynnumst fólkinu með honum, því frá-
sögnin er lifandi með afbrigðum. Og höf. hefir bersýnilega
lagt mikið kapp á að kynnast eins mörgum fyrirbærum þjóð-
lífsins og kostur var á þeim tíma, er hann hafði til umráða,
0£. hann forsmáir heldur engan veginn það hlutverk að ger-
ast fræðari lesandans um það, sem fyrir hann ber. Það er því
alls ekki lítill fróðleikur saman kominn í bók hans — sumt
af því jafnvel, að eg hygg, nýr fróðleikur fyrir íslenzka les-
endur, eins og t. d. það, sem hann segir um réttarfar Rússa,
skattamálin í löndum þeirra og jafnvel launakerfið. En svo
margt sem ber fyrir augu og eyru á ferðalaginu og svo marg-
háttaðan fróðleik sem ber á góma, þá lesum við ekki þessa
bók sem fræðirit um Rússland fyrst og fremst. Því fer lika
mjög f jarri, að höf. einskorði sig við fræðilega ferðalýsingu.
Inn í frásögnina er blandað — sem kryddi — hinum ólíkustu
hlutum: glensi, æfintýrum, draumum, spakmælum merkra
manna (sbr. ,,þá held eg hafi nú ekki verið bjart“), ádeil-
um, hugleiðingum um alt milli himins og jarðar. Og alla,
sem eitthvað þekkja til Þórbergs og ritmensku hans, getur
þá sennilega rent grun í, af hve miklu mundangshófi og
hlutleysi hann fellir dóma sína um menn og fyrirbæri sam-
tíðarinnar. Þórbergur hefir nú einu sinni hlotið þann vitnis-
burð að vera talinn hressandi bersögull orðhákur og enginn
meðalhófsmaður í riti. — Leiðinlegur er hann ekki. Lesið
t. d. kafla eins og „Baráttan gegn trúarbrögðunum“ eða
„Rauða hættan“. Sjálfsagt yrðu þeir margir, er vildu ekki
skrifa undir alt, sem þar er haldið fram. En eg hefði gam-
an af að sjá framan í þann lesanda, sem byrjað hefði á
þeim köflum og lagt þá frá sér hálflesna, ef hann á annað
boi-ð kann nokkur skil á snjallri framsetningu og djarflegri
hugsun. Betur hefir Þórbergur aldrei skrifað, eða af meiri
skaphita.
Þeir eru til, sem saka höfund þessarar bókar um skort á
glöggrýni og að hann beri Rússum og þjóðskipulagi þeirra