Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Blaðsíða 203
IÐUNN
Bækur.
197
alllangur ljóðaflokkur. Þar leiðir höf. fram sitt „ideal“ •—
sýslumannssoninn, sem að ætterni og hæfileikum er borinn
til mannvirðinga og hvers kyns frama, en metur ást sína og
manndóm meira en alt annað, giftist vinnukonu föður síns,
reisir bú á eyðibýli uppi í afdal og býr þar við lítil föng og
harða lífsbaráttu án þess að bogna eða bresta. Þenna mann
dáir skáldið — kjark hans og skapfestu, trygð og þraut-
seigju. Björn sýslumaður ber höfuðið hátt í örbirgð sinni,
heldur til jafns við hvern, sem vera skal, og hefir glens og
hreystiyrði á tungu, þegar harðast kreppir að. Höf. veit, að
það eru þessir eðliskostir með þjóðinni, sem hafa fleytt
henni gegn um ótrúlegar þrengingar, og hann trúir enn á
þessar gömlu dygðir. í flokki þessum er margt vel kveðið.
En ekki getur maður varist þeirri hugsun, að hér sé um of
stiklað á stóru. Skáldið hefði átt að hafa þetta söguljóð sitt
nokkru fyllra og gera Birni sýslumanni betri skil. Á. H.
Gunnar M. Magnúss: Brennandi skip.
Skáldsaga. Ólafur Erlingsson. Rvík, 1935.
Gunnar M. Magnúss hefir hingað til aðallega skrifað
bækur fyrir börn og unglinga. Með bók sinni: Börnin í Víði-
gerði vakti hann eftirtekt, enda er það tilvalin drengjabók.
Pramhald hennar — Við skulum halda á S'kaga — var
nokkuð reyfarakent og tæplega eins vel skrifað, þótt dreng-
irnir lesi það ef til vill með engu minni áfergju en fyrri
bókina. Og nú, þegar hann hefir ráðist í að ski’ifa alllanga
skáldsögu fyrir fullorðna lesendur, er eins og hann hafi ekki
verið búinn að losa sig úr reyfaramenskunni hans Stjána
langa. Það verður að segja hverja sögu eins og hún gengur,
og eg fæ ekki annað séð en að Gunnari hafi mistekist með
þessa skáldsögu sína.
Aðalþersónan er drengur, sem vex upp í einhverju bak-
húsi Reykjavíkur einhvern tíma eftir að togaraútgerðin hefst
í þessum bæ. Barnið elst upp í fátækt og hálfgerðu hirðu-
leysi. Móðir þess vinnur í fiski og seinna að gólfþvotti. Fað-
ii'inn er á togara, þangað til hann slasast og verður ófær tii
slíkrar vinnu. Upp frá því er hann haltur og hefir lítið við
að vera annað en smávegis snapir í húsi konsúlsins, sem
jafnframt er kaupmaður og hinn mesti burgeis. Fyrir sér-