Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Blaðsíða 143
IÐUNN
Á leið suður.
137
hafið vænti eg ekki orðið varir við neinar mannaferð-
ir í dag?
— Eg veit nú ekki hvort hægt er að kalla það manna-
ferðir, en hún er á leið suður, þessi, svaraði karlinn
glottandi og benti þeim á Guddu gömlu, hvar hún fik-
aði sig í áttina til heiðarinnar. Hreimurinn í tali hans fór
ekki fram hjá Guðmundi. Hann eldroðnaði og tautaði
gremjulega:
— Nú, hún er þá komin alla leið hingað, kerlingar-
helvítið. Það er naumast hún hefir stikað. Það ber ekki
á því, að æðahnútarnir, sem hún er alt af að kvarta
undan, hái henni mikið.
Svo tók hann upp pontuna, snússaði sig vel og ræki-
lega og rétti síðan að Jónka og sagði:
— Hún er alveg sjóðbullandi núna. Hvað eftir ann-
að hefir hún ætlað að leggja af stað suður með einhvern
bölvaðan pokaræfil, sem enginn má snerta á. Og í morg-
un höfðum við ekki önnur ráð en að loka hana inni í
hlöðu og gengum eins rambyggilega frá dyrunum og
hægt var; en þó slapp hún út á óskiljanlegan hátt, því
var nú fjandans ver.--------Við vorum búnir að hring-
sóla í þokunni á Skarðsheiði og orðnir vonlausir um
að finna hana.
Þegar Jónki hafði gert pontunni viðunandi skil, stakk
Guðmundur henni í vasann og bjóst til að halda á eftir
kerlu. Og þar sem eg var kaupstaðarbúi og þyrsti í við-
burði og æfintýri, þá snaraði eg mér á bak lausa klárn-
um og fylgdist með þeim til að sjá, hvað úr þessu yrði.
Gudda gamla varð ekki vör við eftirreiðina fyr en við
vorum komnir mjög nálægt henni. Þá leit hún um öxl,
rak upp hátt vein, sem líktist ýlfri, og tók til fótanna.
Hún stökk blátt áfram, þótt undarlegt megi virðast,
hentist þúfu af þúfu. — En það var líka úrslitatilraunin