Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Blaðsíða 42
36
Forboðnu eplin.
IÐUNN
Þorbergur var brattur karl og burðalegur, og enn
var hann all-léttur í spori og kvikur í hreyfingum, enda
litlu meira en hálf-sjötugur. — Og þarna kom hann nú
líkt og snarpur stormsveipur yfir þetta fágaða og kyr-
láta heimili.
,,Sæl, Gerða mín! — Hvar verður bezt að geyma
hverfisteininn og koffortið?" mælti hann fyrstra orða
og opnaði dagstofuhurðina fyrirvaralaust. — „Sæll,
lagsi! Þetta mun vera Hannes, vænti ég, er ekki svo?“
bætti hann við og rétti prestinum hönd sína. Þeir höfðu
eigi áður sézt.
„Þorbergur, faðir minn“, mælti frú Arngerður hljóð-
látlega. — „Maðurinn minn, séra Hannes Kjartansson“.
„Já, sleptu nú því, — en það var aftur hverfisteinn-
inn og koffortið“, sagði Þorbergur.
„Gerðu svo vel og komdu inn; dótinu skal verða
komið fyrir og eins —
„Nei, byssuna skil ég ekki við mig, hún er hlaðin“.
Osjálfrátt hopaði presturinn um fet, var með öllu
óvanur að umgangast skotvopn, en gerþekti hins vegar
áhrif þeirra af fræðilegri afspurn.
„Láttu byssuna í friði, stúlka; hún er hlaðin, segi
ég“, mælti Þorbergur gamli óþolinmóðlega.
„Já, en helzt er þá að láta hana standa hérna í horn-
inu, þar kemur enginn við hana, vona ég“, mælti frúin.
Og eftir nokkurt stímabrak heppnaðist svo að koma
Þorbergi inn í stofuna. Séra Hannes veitti því eftirtekt,
að komumaður sporaði talsvert, eða bar öllu heldur
sandrusl inn á fáðan dúkinn, en um það var ekki að
fást, þó að gólfmottan í anddyrinu væri hins vegar til
þess ætluð, að---------. Nei, en þetta var þó naumast
tiltökumál, eins og á stóð.