Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Blaðsíða 159
Ferðalag.
Það er til skip, sem heitir Visby.
Að kvöldlagi, 24. júlí, leggur það af stað frá borg-
inni Visby á Gotlandi áleiðis til Kalmar.
Skipið hefir innan borðs alls konar fólk, alt frá mönn-
um með pípuhatta og silfurstafi, niður að stúlkum í
verkamannabuxum með hitabrúsa upp á vasann.
Mennirnir á bryggjunni eru álíka ósamstæðir og þeir.
sem standa á þilfari og veifa til lands í kveðjuskyni.
Skipið mjakast hægt út á höfnina. Klútum er veifað.
Menn hlaupa alveg fram á bryggjubrúnina og hrópa:
„Valkommen áter! Válkommen áter!“— Og bilið, sem
skilur, vex.
Borgin Visby er að hverfa í þoku, sem grúfir yfir
Gotlandi og Eystrasalti þetta kvöld. Aldagömlu múrarn-
ir sjást ekki lengur, en auga ferðamannsins man gráa,
gnæfandi turna þeirra — steinturna, sem minna á sögu
eyjarinnar, meðan þeir standa. Bezt man það þó Jung-
frutárnet — turninn, sem ástmey Valdemars Atterdags
var múruð inn í, lifandi. Ástarsaga hennar er svo nöpur,
að velklæddar eiginkonur, við hlið háttsettra eiginmanna,
fyllast hryllingi og kalla á Jeremías.
Borgarbúar gleyma aldrei að segja ferðafólki þessa
sögu — allar þær þúsundir, sem þangað koma, heyra
hana — og andvarpa. Menning nútímans lítur til baka
og andvarpar yfir villimensku og grimd fortíðarinnar —
sakleysisleg og góð á svip, með svo vel þvegnar hend-
ur, að mesta fjarstæða, sem gripið gæti hugi einstakl-
inga á fallegu strandferðaskipi, væri sú, að saka dag-