Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Blaðsíða 45
iðunn
Forboðnu eplin.
39
„Nema þú varst ekki lengi að húkka Gerðu, karl
rninn*1, sagði Þorbergur og vildi bregða á glens.
„Að hvað — húkka? Ég — ég veit ekki, hvort ég
skil þetta orð rétt. Hefir þér ef til vill mislíkað, Þor-
bergur, að við Arngerður feldum hugi saman?“
„Og skramba kornið, ekki ef þið passið í grópið,
lagsi. En ég býst við að strákana í átthögum hennar
hefði gilt einu, þó þeir hefðu fengið að spreyta sig við
hana líka, ef hún hefði ílenzt þar. Enda veit ég ekki
annað en að Gerða sé bezta skinn“.
„Góð kona, — yndisleg kona“, mælti presturinn
hljóðlátlega og roðnaði við.
„Jæja, þú gerir þér stelpuna að góðu minna hluta
Vegna. Og þú ferð ekki að ólundast neitt, vona ég, þó
€g tali blátt áfram, án pjatts og allra fínheita".
„O-nei, nei, ég tek þetta eins og það er talað“, mælti
sera Hannes, enda duldist honum ekki, að fram var bor-
hugheil hamingjuósk; en jafn-ljós var honum að
sonnu einhver sorgleg vanfágun.
„Og eitthvað eigið þið nú orðið af ungviðinu, vænti
eg , sagði Þorbergur eftir stutta þögn.
„Erum barnlaus enn sem komið er“, svaraði prestur-
inn stilhlega.
„Jæja, aldeilis rétt; eftir fjögur ár þó, ætla ég sé“.
„Nei, Þorbergur, það eru ekki nema liðug þrjú ár
síðan við giftumst“.
»Það má einu gilda, það eru ein fjögur ár síðan þið
fóruð að dingl a saman; maður reiknar ekki svo ná-
hvæmt í þeim efnum, líttu á“.
„E-humm“. — Prestinum varð litið út um gluggann
öðru hvoru, og hann sá, að strandferðaskipið var ófar-
ið enn. En jafnframt fann hann þó, að það var til of
Jnikils mælst, að kaleikurinn viki frá honum samstundis.