Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Blaðsíða 167
Orðið er laust
Okur.
Á þeim tímum, sem nú ganga yfir þessa marghrjáðu
þjóð, er það áberandi einkenni — eins og raunar oft áð-
ur —, hversu miskunnarlaust er okrað á hinum fátækari
stéttum. Hinni ráðandi stétt ferst eins og drengskaparlitlum
manni á leiksviði, sem misþyrmir keppinaut sínum eftir að
hafa lagt hann að velli. — fslenzk alþýða hefir altaf orðið
undir í glímunni við yfirstéttina, og altaf hefir henni verið
misþyrmt. En um þessar mundir er hún svo arðrænd og
miskunnarlaust meðhöndluð, að til tíðinda mun draga, verði
svo fram haldið enn um stund.
Fátækastir allra eru bændurnir. Þeir vinna eins og þræl-
ar alt árið, en eru ekki betur efnum búnir en verkamenn í
kaupstöðum, sem hafa reytingsvinnu níu mánuði ársins, cn
fá ekkert að gera hina þrjá, að því er greinargóður alþing-
ismaður sagði mér fyrir skömmu. Á þeim er líka mest okr-
að; enda hægast um vik vegna samtakaleysis þeirra og öfug-
uggaháttar á öllum sviðum.
Einna óbærilegast er okrið á ýmis konar menningartækj-
um, eins og útvarpi og bólcum o. þ. h., sem helzt gæti þó
haldið fólkinu frá svaðinu, ef rétt væri með farið.
Viðunandi útvarpstæki eru svo dýr, að allur fjöldi bænda
vorður að vera án þeirra. Þó hafa engir meiri þörf fyrir að
lilusta á útvarp en bændurnir — sérstaklega einyrkjarnir á
útkjálkum landsins — vegna einangrunar og fámennis.
Hér er öllu snúið öfugt, eins og svo oft áður. f stað þess
að gefa á cinhvern hátt með útvarpinu til fátækrar alþýðu,
er heimtað, að borgað sé af því hátt afnotagjald. Útvarpið
virðist nú orðið hafa yfir svo góðum starfskröftum að ráða,
að það gæti verið hinn ágætasti þjóðskóli — háskóli alþýð-
unnar —, ef rétt væri með það farið. En það er eins með
útvarpið og margt annað, að þeir, sem fyrir því ráða, hugsa
11
Iðunn XIX