Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Blaðsíða 20
14
Þorgils gjallandi.
IÐUNN
burfti Jón ekki Iangt til dæma; móðir hans, Guðrún
Olafsdóttir, var sögð laundóttir séra Jóns Þorsteinsson-
ar í Reykjahlíð, og er almælt, að karl hafi viljað gang-
ast við henni á efri árum, en hún vildi þá eigi þýðast
frændsemi hans.
Loks eru það gripirnir hans og ást hans á þeim, sem
knýr hann til að taka penna í hönd, oft til varnar þess-
um málleysingjum, oft líka af einskærri aðdáun og ást
á kostagripunum, sérstaklega hestunum. Verður á það
minst í sambandi við síðustu bók hans, „Dýrasögur“.
Annars fór hann, strax eftir að „Ofan úr sveitum“ kom
út, að senda smásögur, helzt dýrasögur, til tímaritanna,
og þá einkum Dýravinarins; fyrsta sagan hans þar var
„Móa-Móra“ (1893), en síðasta „Háleggur" (1914).
í Sunnanfara birti hann „Fölskvi“ (1894) og „Skírnar-
kjóllinn“ (1895); í Stefni „Karl í Kothúsi" (8. júní
1895); í Bjarka „Brekku-Gulur“ (31. des. 1897 — 8.
jan. 1898), og Ioks komu tvær sögur í Sumargjöf (1907
og 1908) : „Næturhugsanir á Öræfonum haustið 1899“
og „Gísli húsmaður" (frá 1897). „Milli svefns og vöku“.
ritað 1897, kom í Skírni 1917.
En merkilegast af því, sem hann skrifaði, var þó
skáldsagan „Upp við fossa“, sem kom út á Akureyri.
hjá Oddi Björnssyni, 1902.
VI.
„Upp við fossa“ er merkilegt rit, ekki aðeins í þroska-
sögu höfundarins, heldur einnig í íslenzkri bókmenta-
sögu. Hér var loks komin sveitalífssaga, sem haldið gat
til jafns við bækur Jóns Thoroddssonar, sérkennileg og
sterk. Hún var að vísu ekki samin af fult svo mikilli
snild sem smásögur Gests Pálssonar og Einars Hjörleifs-
sonar, en ekkert af því, sem þeir höfðu skrifað, komst