Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Blaðsíða 39
IÐUNN
Forboðnu eplin.
33
ekki vantar þa'ð, og það er yfirleitt gott og vandað
^ólk, það er hrekklaust og hreinskilið og ákaflega hisp-
Urslaust, en það er öðruvísi, það fer sínar —
..Er öðruvísi, já, það fer sfnar leiðir, viltu segja, góða
Uiín", greip presturinn fram í. „En einu gildir nú, þó
ekki séu allir í sama mótinu steyptir, er það ekki ein-
Uiitt fjölbreytnin á sem flestum sviðum, sem gefur líf-
*nu þetta dásamlega litskrúð og glit?“
„Það fer nú held ég mest eftir því, hvernig á það er
litið“, sagði frúin. En þessi hljóðláti mótþrói hennar var,
eins og áður er sagt, ekki af neinu ræktarleysi sprottinn,
°g þegar maðurinn hennar hélt áfram að ala á þessu og
vmkra kringum skyldur barnanna við foreldra sína, þá
vnt henni vitaskuld allri lokið og lagði ljúflegt samþykki
ú þessa ráðagerð.
Fáum dögum síðar skrifaði svo presturinn sjálfur
tengdaföður sínum, Þorbergi karlinum í Mávavogum,
Vndislegt bréf og bauð honum til langdvala eða hinztu
Vlsta á heimili þeirra hjónanna með vorinu, eða nær
sem honum annars hentaði. —
Arngerður Þorbergsdóttir hafði farið úr foreldrahús-
uni, þegar hún var tæplega tvítug, og fluttist hún þá íil
köfuðstaðarins við lítil fararefni. Síðan hafði hún ekki
komið heim, en átthagarnir, fólkið og allir þess hættir
stóðu henni þó ávalt skýrt fyrir hugskotssjónum. Henni
var hlýtt til margra í heimaþorpinu, og altaf dáðist hún
að þori fólksins í lífsbaráttunni, — hún dáðist, til dæm-
ls, að brimlendingunum og þessu volduga þvottavatni,
sem þeim fylgdi, sem ef til vill var einasta þvottavatnið,
sem þar var um hönd haft að jafnaði. En hún átti aftur
a móti erfitt með að horfast í augu við sumar minning-
ar uppvaxtarins, því það var svo undur margt, sem
særði smekkvísi hennar, og sumt af því risti furðu djúpt
Iöunn XIX 3