Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Blaðsíða 85
IÐTJNN Þýzku miðstéttirnar og þjóðernisstefnan. 79'
Eins og áður er sagt, litu miðstéttirnar þýzku mjög
upp til keisara síns. í augum þeirra var hann sá óhagg-
anlegi möndull, er tilveran snerist um. Viðhorf þeirra íil
hans var svipað og barna, sem sálkönnuðir telja „fjötr-
uÖ við föðurinn“. Þegar svo þessi maður, sem allir trúðu
og treystu á, hvarf sýnum í nóvember-þokuna 1918,
varð mikill hluti hinnar þýzku þjóðar íöðurlaus í and-
legum skilningi. Það er vissulega ekki unt að ofmeta
þýðingu þeirrar sálarkreppu, sem atburðirnir 1918 færðu
þjóðina í. Alt hrundi í rústir fyrir þessu fólki — í bili.
En svo var hamingjunni fyrir að þakka, að í stað hins
týnda föður hlaut það brátt goðsöguna um foringjann
sem uppbót. Því hvað er Hitler þessu fólki? Hann er
ekki venjulegur maður, heldur goðborin vera. Hinn ungi
Messías, sem það rnænir upp á í blindu trausti, alveg
eins og það mændi áður upp á keisarann. Jafnvægið í
sálinni, sem truflaðist um stund við missi keisarans,
er nú endurheimt fyrir tilkomu ,,foringjans“. Það eru
engar ýkjur að segja, að afstaðan til foringjans sé ná-
kvæmlega rétt táknuð með orðum Schleiermacher’s um
að vera algerlega háður annarlegu valdi, en það taldi
hann fyrsta einkenni allrar trúar. „Hvað er Adolf Hitler
oss ? — Trúin! Hvað meira ? — Síðasta von vor! Hvað
meira? — Leiðtoginn“. — „Það kemur yfir þjóðina
eins og opinberun“, segir Alfred Rosenberg, „að guð-
dómurinn, sem hún var að leita, geymist með henni
sjálfri, dulinn í blóði hennar og örlögum. Það, sem menn
20. aldar þrá, er goðsagan". —: í þýzku riti, er nefnist
„Sigurför viljans“, er Hitler hafinn til skýja með þessum
orðum meðal annara: „Vilji hans er stáli sterkari og
hærri himinsins stjörnum. Leiðtogi vor til lausnar og
frelsis, þér viljum vér fylgja! Því þú ert Þýzkaland!"
Ritið talaði um „hinn blessaða dag, þann 20. apríl 1889,