Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Blaðsíða 35
iðunn
Þorgils gjallandi.
29
•..fröken“, sem honum þótti illa sitja á íslenzkum konum
(Norðri, 8. júní 1906).
AlstaÓar kemur hann fram sem íslenzkur bóndi, unn-
andi torfunni sinni, landinu og þjóðinni, fastheldur á
gamalt og gott, án þess þó að vera afturhaldssamur.
Sjálfstæði hans, drengskapur og stolt kemur einna ljósast
fram í greinum þeim, er hann skrifar út af því, a<5 vinur
bans og nærsveitungi, Guðmundur Friðjónsson, hafði —
í bezta skyni — sótt um 200 króna skáldastyrk til þings-
ins fyrir hans hönd og nokkurra annara þingeyskra
skálda. Þetta var árið 1906, og skiftust þeir skáldin
nokkrum bréfum á um það í blöðunum. Eru greinar Þor-
gils gjallanda í Norðra (5. jan., 25. maí 1906). Það
hafði vakað fy rir Gúðmundi, að þessir bænda-höfundar
fengju svo mikinn styrk, að þeir gætu tekið sér vetur-
"vistarmann og varið þeim tíma ársins til bókamenta-
iðkana, — ágæt hugmynd og sanngjörn í mesta lagi.
En bóndinn á Litlu-Strönd var ekki á því að taka við
þess háttar styrk. Ef til vill þótti honum of vænt um ær
sínar og hesta til þess að hann gæti rólegur setið að rit-
störfum, meðan veturvistar-maðurinn hirti gripina. En
auk þ ess hafði hann sína skoðun á skáldskaparstörfum
sínum. Hann hefði að vísu kosið, að í hans ungdæmi
hefði „anddyri fræðslu og mentunar“ verið eins opið og
það stóð nú á efri árum hans. En „það er ótrúlega mik-
‘ð , segir hann, „sem starfsmaður getur síðan aukið
aiannvit sitt með lestri góðra bóka, næmri athugun á
lífsleiðinni og glöggri sjón á náttúrufegurð og því lífi,
sem lifir á landi þessu. Arvakur og öflugur skáldandi
§etur náð þroska, þótt líkaminn starfi nokkuð að strit-
vinnu og ekki sé auður fjár fyrir höndum. Og skóla-
lærður maður með góð efni er ekki svo viss með það að
sigla fyrir andnes framkvæmdarleysis né forðast blind-