Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Blaðsíða 63
Þýzku miðstéttirnar og
þj óðernisstefnan.
Eftir dr. Alf Ahlberg.
[Alf Ahlberg er maður nefndur. Hann er sænskur að ætt-
erni, heimspekingur að lærdómi og rektor við háskólann í
Brunnsvík í Sylgisdölum. Dr. Ahlberg er mikilvirkur rithöf-
undur, aðallega um heimspekileg, sálfræðileg og bókmenta-
leg efni. Meðal annars hefir hann ritað sögu heimspekinnar
í sex bindum. Hann gerþekkir Þýzkaland og andlegt líf þess,
mun að miklu leyti hafa sótt mentun sína þangað og hefir
skrifað mei'kar bækur um nolckra helztu andans jöfra þýzku
þjóðarinnar, svo sem þá Goethe, Schopenhauer og Nietzsche.
Seint á árinu 1934 gaf hann út bók, sem nefnist Tysklands
ödesva.g. Varför segrade nationalsocialismen? Eg hefi leyft
mér að endursegja á íslenzku einn kafla þessarar bókar, þar
sem mér virðist brugðið eftirtektarverðu ljósi yfir atburði
síðustu ára í Þýzkalandi. — Hin félagslega þróun er hrað-
stíg á okkar tímum, svo að það, sem um slík efni er skrifað
í ár, má búast við að verði meira eða minna úrelt að ári.
Svo kann og að verða um einstök atriði í hugleiðingum
dr. Ahlbergs um það, er ritgerð þessi kemur í hendur ís-
lenzkum lesendum. En þó hygg eg, að mörgum fari eins og
mér: að þeir lesi sér til ánægju og nokkurs fróðleiks skýr-
ingar hans á því, hvernig nazisminn gat náð slíkum tökum
á þýzku þjóðinni sem raun ber vitni. A. H.\
A dögum keisaraveldisins þýzka voru þa'ð miðstétt-
írnar, smáborgararnir, sem blindast trúðu á hina lands-
föðurlegu stjórn og voru hennar styrkasta stoð. Með
miðstéttunum er þá átt við smærri atvinnurekendur,
kaupmenn, handiðnamenn, bændur, skrifstofufólk, em-
bættis- og sýslunarmenn o. s. frv.