Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Blaðsíða 97
IÐUNN
íslenzk mentastefna.
91
um við íslendingar gumað af tungu vorri — og það að
vissu leyti réttilega, en ekki er hægt að segja, að við
leggjum við hana mikla rækt. Það er ekki nóg að kenna
málfræði í skólum; það er ekki eiginleg rækt við ís-
lenzka tungu, enda árangurinn vafasamur. En það er
langt frá því, að við reynum til hlítar að fága ritmál
vort og talmál. Á ferðum mínum um ýmsar bygðir ís-
lands hefi eg tekið á hljóðrita þjóðlög eftir íslenzkri
alþýðu, og það hefir orðið mér tilefni þess að athuga,
ekki eingöngu lögin, heldur og málið, talandann. Verð
eg að segja, að mér þykir munur á talanda í ýmsum
landshlutum vera allmikill og langtum meiri en menn
alment viðurkenna. Eins þykir mér talað sums staðar
eldra og fegurra mál en ritað er. Það er eins og endur-
reisn málsins, sem byrjaði á 19. öld, sé ekki lokið, og
að við höfum hætt á miðri leið, tekið mállýskur upp í
ritmálið, en slept þar fegurra, eldra og stílhreinna máli,
sem talað er í sumum bygðum. Málið er listarefni, jafn-
vel list á sína vísu. Þess vegna verðum við að byrja á
því, ef við viljum reisa við og þroska vora þjóðlegu
menningu. Ekki skal eg fara út í einstök atriði, er þetta
snerta, enda alt af álitamál, hve langt skal ganga um
endurreisn okkar fornu tungu, sem í mínum eyrum er
sú eina rétta íslenzka. Eins vil eg ekki draga dul á, að
eg tel 13. öldina í menningarlífi íslendinga hinn eina
rétta grunn að allri vorri þjóðlegu menningu og um
alla framtíð, ef íslenzk menning á að verða heimsgild,
þjóðleg, sterk og sérstæð — sem alt þýðir í rauninni
hið sama. Við hættum að vaxa á 13. öld, og við get-
um ekki þróast eðlilega og samkvæmt vorum eiginleg-
ustu náttúrulögum, nema við höldum þar áfram, sem
við hættum. Við vorum komnir í kút og erum ekki bún-
ir að rétta úr okkur enn. Landið okkar er minna breytt