Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Blaðsíða 21
IÐUNN
Þorgils g'jallandi.
15-
til jafns við hana í breidd sveitalífslýsingarinnar, ákafa
tilfinninganna og glæsilegum tilþrifum í lýsingu náttúr-
unnar og náttúrubarnanna, manna og skepna.
Bókin er sprottin úr sama jarðvegi og „Ofan úr sveit-
um“; hugurinn glímir við hin sömu viðfangsefni: fyrst
og fremst hina sterku ást, þennan yndislega og ógurlega.
sunnanrosa tilfinninganna, sem beygir jafnt sterka vilja.
og veika og teygir svo hatramlega á böndum þjóðfé-
lagsins, að þau skerast inn að beini á þeim, sem bundnir
eru. Þeir, sem fyrir verða þeim ósköpum að unnast í
meinum, eiga enn lítillar samúðar að vænta af almanna-
rómi, en þeim mun meiri skilnings og aðdáunar njóta
þeir af hálfu höfundarins; hann ann þessum ógæfu-
mönnum, þeir vaxa og verða að hetjum í augum hans
— hetjum, sem fyllilega standa á sporði bræðrum sín-
um úr fornsögunum, Gretti og Gísla. Hatrið gegn erfða-
lygunum, einkum í kenningum prestanna, sem í „Qfan:
úr sveitum“ hafði einnig bitnað á sjálfum prestinum og.
gert úr honum ódrenglyndan hræsnara, lifir hér enn í
kolunum; en hér er því haldið í skefjum og presturinn
dæmdur, ekki eftir þeirri stiku, sem hann heldur upp
fyrir söfnuði sínum í stólnum, heldur á mælikvarða ann-
ara breyzkra manna. Þó hvílir skuld örlaganna á hon-
um, höfundur fyrirgefur honum ást hans í. meinum, en
hitt, sem hann vinnur fyrir hempuna, að afneita ávexti
þessarar ástar, það á Þorgils gjallandi erfitt með að-
fyrirgefa, þótt hann sjái bætur í málinu.
Efni sögunnar er í stuttu máli svo: Geirmundur, efni-
Iegur unglingur innan við tvítugt, er vakinn til hinnar
fyrstu ástar af húsfreyjunni á næsta bæ, Gróu á Fossi..
Gróa hefir látið gefast til fjár af frjálsum vilja, en hin-
um efnaða bónda hennar hefir ekki tekist að ná ástum:
hennar. Þeim mun heitari verða þær, þegar hún leggur