Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Blaðsíða 50
44
Forboðnu eplin.
IÐUNN
hins vegar ekki í neina launkofa, heldur kippuðu þeir
jafnaðarlegast þessa heilögu fugla upp eins og rjúpur,
já, rétt eins og rjúpur. Og hann hefði viljacS sjá framan í
tengdason sinn, ef hann hefði verið þess umkominn að
slöngva til hans rjúpnakippu á haustdægrum. Ætli að
upplitið hefði þá ekki orðið annað og öllu hýrara? —
Nei, þessi æðarfugladýrkun hjá óviðkomandi fólki, hún
var ember helvítis vitleysa og ekkert annað. Sökkva —
o-jæja, sökkva þeim!
Það grúfði heldimmur skuggi yfir heimilinu allan seinni
hluta dagsins. Þorbergur gamli dundaði við haglapunga
sína og púðurbauka uppi á loftinu. Frú Arngerður hekl-
aði í djúpri þögn í dagstofunni. En séra Hannes gekk
lengstum um gólf inni í skrifstofu sinni og staðnæmdist
þó öðru hvoru við þann gluggann, sem vissi að sýslu-
mannshúsinu, og horfði hugsandi fram á veginn:-------
Plokka þá? — Éta þá? Nei, guð skyldi forða honum
frá því, nóg var nú samt. Og um kvöldið seint fékk hann
sér léða lipra skektu niðri í þorpinu og framkvæmdi
fyrirætlun sína með nákvæmni, einbeitni og festu.---
Það urðu stökustu leiðindi að þessu öllu saman, og
séra Hannes sannfærðist um það því betur, sem fleiri
dagar liðu, að hann hefði í raun og veru ekkert átt að
hrófla við tengdaföður sínum, heldur lofa honum að
vera öldungis óáreittum í sínum rétta jarðvegi; þessu
fylgdu sífeldar truflanir. Hægt var að skilja það og um-
bera, þó að þessir garpar spýttu um tönn eða snýttu sér
með fingrunum áður en tekinn var brimróðurinn, —
nei, en inni á miðju stofugólfi?
Samt sem áður hopaði presturinn ekki fótmál frá
fyrra ásetningi enn sem komið var, heldur lagði hann
sig mjög fram um fórnfýsi, ljúfmensku og þolinmæði.
En gegnum þessa stöku Ijúfmensku andaði þó ofur-