Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Blaðsíða 184
178
Bækur.
IÐUNN
ótrúlegustu æfintýri frá fjarlægum löndum og undarlegum
þjóðum féllu skáldunum og þjóðinni bezt í geð.
En þótt þetta efnisval lýsi rímum — jafnvel fram á 19.
öld — allvel, þá sýnir höfundur fram á þróun þeirra í ýms-
um smærri atriðum. Til dæmis eru elztu rímur venjulega
styttri en hinar yngri, sumar aðeins ein ríma eins og Ólafs-
ríma, og má sjá, að þær stikla á söguefninu og hætta oft þar,
sem hæst stendur, þó svo, að menn geti ráðið í það, að alt
fari vel að lokum. Áður hafa menn ætlað, að hér vantaði aft-
an af rímunum, er sögurnar voru með vissu lengri, en höf-
undur sýnir fram á, að þetta muni hafa verið tízka hjá elztu
rímnaskáldunum. Yngri rímnaskáld þræddu söguna betur og
voru vísari til að auka í þar, sem þeim líkaði að teygja lop-
ann, einkum í bardagalýsingum og sæfara (sbr. dróttkvæði)
eða þá í veizlulýsingum, sem mjög voru gerðar í íúddara-
sögustíl, þótt fyrir kæmi, að íslenzkar brúðlcaupsveizlur
rækju þar upp höfuðið. En það var auðvitað ekki oft, því
þetta voru veizlur kónga og konungborinna, sem yfirgengu
alla sína samtíðarmenn að gjafmildi og hreysti, ásamt skrauti,
sem ekki var gott orðum við að koma, því þar glóði alt í
gulli og gersemum. Að dæmi riddarasagnanna er þetta fólk
alt blómi jarðai’, frúmar eru hvítar sem lilja og rauðar sem
rós eða blóð, en sumir kóngssynir eða riddarar eru ekki miklu
síðri, enda verður mikið valfall á báða bóga fyrir skæðum
örvum ástarguðsins; riddarar, sem í orustum eru margra
manna makar og vaða gegnum fylkingar, blóðugir til axla,
falla í öngvit, þegar þeir sjó dýrðarljóma kóngsdætranna.
Bótin er, að kóngsdóttirin er ávalt vís riddaranum að lokum,
þó ekki fyr en eftir margar mannraunir og bardaga við ill-
þýði ýmislegt; stundum hin verstu tröll, sem ekki eiga sinn
líka að ilsku og ferlegheitum annars staðar en í rímunum.
Eins og allir vita, sem rímur hafa lesið, fylgja mansöngv-
arnir þeim svo sem skugginn sólinni. En þótt mansöngvar séu
eldri en rímur, svo sem votta hin blautligu kvæði og regilegu,
er hneyksluðu hinn sæla Jón biskup á Hólum á öndverðri 12.
öld, þá voru þeir eigi svo sjálfsagðir fylgifiskar hinna elztu
rímna eins og síðar varð. Sem fyrirrennara rímnamansöngv-
anna nefnir höf. bæði stef úr dróttkvæðum og heilar vísui’,
jafnvel kvæði (Málsháttakvæði), en ætt sína eiga mansöngv-