Iðunn - 01.02.1885, Page 57

Iðunn - 01.02.1885, Page 57
Gyðingurinn í Rúdnía. 119 um mörgu brautartollskvöðum, cr áður voru mjög hvimleiður íarartálmi á þjóðbrautum á Rússlandi. Pósturinn herti á hestunum, er voru raunar allfúsir að koinast sem fyrst inn að fá eitthvað að jeta, og ókum við á harða spretti inn eptir tveimur eða þremur strætum, sem voru mjög óþokkaleg og illa steinlögð. Múgur og margmenni dreif að og þusti eptir strætunum 1 sömu átt og við fórum, þangað sem eldurinn var, og var mjórra muna vant að við keyrð- um um koll eitt eða tvö kvígildi af Gyðingum, er þustu áfram með uppbretta sloppa og æptu há- stöfum : »Vei! vei!» »það er Gyðingur, sem á húsið, sem er að brenua#, sagði pósturinn og hottaði á hestana. »Af liverju veiztu það« ? spurði förunautur minu. »Af því að lijer er svoddan grútarlykt«, segir póstur, og ætlar að rifna í hlátri af fyndninni í sjer. 1 sama bili skauzt vagninn fyrir horn, svo hart, að við voruin nærri hrokknir útbyrðis, og nam síðan staðar við pósthúsið. Hann hafði rjett fyrir sjer, pósturinn. |>að var slátrari af Gyðingakyni, er húsið átti, sem var að brenna, og stóð gegnt pósthúsinu, hinu megin við forgið, rjett á móti okkur. Trúarbræður lians voru að henda húsgögnum hans út um gluggana á fram- hlið hússins; eldurinn hafði kviknað á bak við. h'ramhliðin var að eins svört orðin ; en það var hinn holsvarti litur, som er undanfari logans. Bláleitar reykjargusur þutu upp um þakið hjer og hvar og voru fyrirboði þess, að allt yrði að einu báli á lítilli 8fundu.

x

Iðunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.