Iðunn - 01.02.1885, Page 61

Iðunn - 01.02.1885, Page 61
Gyðingurinn í Rúdnia. 123 prútta. J>ið hafið heyrt það, piltar; hann býður fimrn dali í silfri«. í>ví var samsinnt. »En þú verður að koma með hana út«, sagði Gyð- ingurinn og hjelt um handlegginn á Kósakkanum. “Annars færðu ekki einn skilding«. •þorskur!« anzar Kósakkinn; »heldurðu að jeg geri það að gamni mínu að spássjera þarna inn ? Hvar hefirðu holað henni, fornmenjagripnum þín- um ?« »Hún er í litlu skonzunni til vinstri handar, í rúm- inu, sem stendur þar í horninu«. »Gott er það !« segir Kósakkinn. »1 guðs nafni þá !« kallar hann, svo að glumdi við, og hljóp í einu stökki upp riðið fyrir framan dyrnar. Allur Kúdnía-borgarlýður stóð á öndinni. Kós- akkinn signdi sig og hvarf inn í reykinn. »Nú erum við ferðbúnir«, sagði pósturinn og klifr- aðist upp á ökusessinn. “Bíddu ofurlítið#, sagði jeg í hálfum hljóðum. Samférðamaður minn var kominn þangað sem j?g stóð, og beið órór, hvernig fara mundi, eins og allir aðrir, sem við voru staddir. * >1« íjí Kósakkinn kom aptur. Eöt hans voru mjög svo brunnin, en kerlinguna hafði hann í fanginu og var Hálf-liðið yfir hana. Og enn var hann með pípuna í ^unnvikinu. Hannsöfnuðurinn laust upp fagnaðarópi. “Hjer er kerlingin, taktu við!« segir hann við ^yðinginn. í sama bili heyrðist eins og hvellur, og laust nú

x

Iðunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.