Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1953, Side 15

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1953, Side 15
Málskot til ceöra stjórnvalds. 141 skattyfirvalda eða dómstóla (24. gr. kosn.l.) en aðrir að- ilar geta ekki gengið í það mál á því stigi.1) En hverjar reglur gilda þá almennt um aðild að stjórn- legri kæru? Það er ljóst, að kæruréttinum má ekki marka of þröngan bás. Þá næði þetta réttaratriði ekki tilgangi sínum. Þegar enga sérstaka leiðbeiningu er að finna í lögum um það, hverjir geti átt aðild að stjórnlegri kæru, verður að telja, að hver sá, er hefur einstaklegra — hvort heldur er hugrænna eða fjárhagslegra — hagsmuna að gæta í sambandi við stjórnvalds ákvörðun, geti kært hana. Þessi regla virðist einmitt höfð í huga í ýmsum lagaboðum um kæru. 1 54. gr. 1. 29/1947 segir t. d.: ,,Aðili, er ráð- stöfun barnaverndarnefndar varðar hagsmuni hans, getur borið málið undir barnaverndarráð, og er því skylt að taka máiið til skjótrar meðferðar og úrlausnar." 1 1. 123/1940, § 2, segir: „Nú þykir einhverjum rétti sínum hallað, og getur hann þá skotið“ o. s. frv. Fleiri dæmi slík mætti tína til. Af hæstaréttardómum, sem snerta þetta efni, má benda á hrd. í b. XX bls. 74 og hrd. í b. XXII bls. 20. I báðum þeim tilvikum var að vísu um að ræða aðild til höfð- unar dómsmáls, en í fyrra tilvikinu hefði aðili sjálfsagt fyrst getað leitað réttar síns með stjórnlegri kæru, ef hann hefði kosið þá leið. Síðari dómurinn sýnir ótvírætt þá stefnu hjá hæstarétti, að ekki beri að setja sakaraðild þröngar skorður. Af framangreindum hugleiðingum leiðir, að telja verður, að svipaðar reglur gildi hér um kæruaðild og málshöfð- unarrétt. Sá, sem mál getur höfðað fyrir dómstólum, gæti því einnig — ef til þess væri heimild og að fullnægðum öðrum skilyrðum — skotið því sakarefni til æðra stjórn- valds. Þótt ákvörðun stjórnvalds sé úr gildi felld eða henni breytt af æðri stjórnsýsluhafa, þá mundi það stjórnvald, sem að ákvörðun hefur staðið, tæplega geta skotið henni til i) Eins og áður sogir, veröur mál, samkv. 24. gr., aðeins borið undir dómslóla, en ekki skotið til æðri stjórnarvalda. Sbr. hér Ilrd. VI, bls. 629.

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.