Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1953, Síða 23

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1953, Síða 23
Málskot til æSra stjórnvalds. 149 .... „Sjálfstæði niðurjöfnunarnefndar í fyrrnefnda átt verður að telja svo eðlilegt, að svo virðist sem beint laga- fyrirmæli þyrfti að vera fyrir hendi, til þess að hún verði ekki talin hafa það.“ Hæstiréttur segir: „Að því athuguðu, að niðurjöfnunar- nefndin hækkaði útsvar áfrýjanda, eftir að hafa meðtekið bréf hans til nefndarinnar, dags. 20. maí 1922 — en kæru- frestur var ekki útrunninn fyrr en 7. júní — verður að telja, að nefndinni hafi verið bæði rétt og skylt að taka hið upphaflega útsvar áfrýjanda til athugunar af nýju, og þá um leið heimilt að lækka það, staðfesta eða hækka, eftir því sem ástæður renna til.“ Þarna var að vísu um að ræða kæru til þess stjórnvalds er að ákvörðun stóð. En sennilegt er, að hæstiréttur hefði litið eins á þetta, ef æðra stjórnvald — í þessu tilfelli bæj- arstjórn — hefði breytt ákvörðun gagnstætt kærukröfu. Ilugsanlegt er þó, að öðruvísi hefði verið litið á það tilvik. 1 23. gr. tilsk. frá 20. apríl 1872, um bæjarstjórn í Reykjavík, var ekki skýrt ákvæði um þetta efni. Sýnist því eðlilegt, að um þetta tilvik hefði verið beitt reglunni hér að framan. Virðist dómurinn með tilliti til þess vera nokk- uð hæpinn. Nú er ótvírætt skorið úr um þetta efni í 22. gr. útsvarsl. nr. 66/1945. Þar segir: „Enn fremur er heimilt að hækka útsvar kæranda, enda þótt hann hafi kært það til lækkunar, enda hafi honum verið sú fyrirætlun tilkynnt og honum gefinn kostur á að gæta réttar síns.“ Ef þessi skýlausa heimild hefði ekki verið fyrir hendi, hefði verið rétt að telja slíka breytingu óleyfilega. Reglu þá, sem sett er í 22. gr. um heimild niðurjöfnunarnefndar til breyting- ar, verður víst einnig að telja gilda, þegar um er að ræða útsvarskærur til yfirskattanefndar og ríkisskattanefndar, sbr. 23. gr. útsvarsl. Þó er það e. t. v. ekki alveg öruggt. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu ríkisskattanefndar hefur það komið fyrir, að ríkisskattanefnd hafi hækkað útsvar, þótt það hafi verið kært til lækkunar, a. m. k. um þá upphæð, sem yfirskattanefnd hefur fellt niður af út- svari. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu yfirskatta-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.