Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1953, Page 27

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1953, Page 27
Málslcot til œörci stjórnvalds. 153 skotið.i) Þegar skráð lög gefa enga bendingu, er úrlausn þessa atriðis mjög vafasöm. X Eklci er unnt að fá almennar upplýsingar um hversu mikið kveði að stjórnlegri kæru í réttarframkvæmd hér á landi. Er því erfitt að gera sér grein fyrir raunhæfu gildi þessa réttaratriðis hér. Reynt hefur verið að afla nokkurra upplýsinga um notkun stjórnlegrar kæru á sérstökum svið- um, en það er einnig miklum erfiðleikum bundið, því að litlar sem engar aðgengilegar heimildir eru um réttarfram- kvæmd að þessu leyti. Er þar því miður sömu sögu að segja og um réttarframkvæmd á mörgum öðrum sviðum stjórnarfarsréttar. Samkvæmt upplýsingum frá yfirskattanefnd Reykja- víkur voru skattkærur til hennar árið 1951 687 að tölu (úrskurðum samkv. 35. gr. o. fl. sleppt). Sama ár voru útsvarskærur til nefndarinnar 1100 að tölu. (Auk þess voru úrskurðir um skiptikröfur um 390 talsins). Árið 1952 voru kærur þessar sem hér greinir: skattkærur 747 og útsvarskærur 1143. Samkvæmt upplýsingum frá ríkisskattanefnd voru upp- kveðnir um 700 úrskurðir í útsvarskærumálum árið 1952. 1 skattamálum voru kveðnir upp 584 úrskurðir, og var talið, að um helmingur þeirra úrskurða væri vegna kæru. Árið 1952 var í þessu tilliti talið venjulegt ár. I skýrslu Barnaverndarráðs Islands yfir tímabilið 1946 —1948 er frá því skýrt, að ráðið hafi tekið fyrir á þessu tímabili mál 35 einstaklinga, kveðið upp úrskurð í sumum þeirra, en oftast leyst þau með samkomulagi við hlutaðeig- endur.* 2) Samkv. skýrslu ráðsins yfir tímabilið 1949—1951 fékk það 23 mál einstaklinga til meðferðar á þessu tímabili.3) Samkvæmt upplýsingum ritara Barnaverndarráðsins fékk það 15 slík mál til meðferðar árið 1952. Ekki er Ijóst, hvort !) Sbr. P. Andersen, bls. 523. 2) Skýrsla Barnaverndarráðs Islands, Rvík, 1950, bls. 1. a) Skýrsla Barnaverndarráðs Islands, Rvik, 1953, bls. 1.

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.