Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1953, Page 37

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1953, Page 37
Slcilorðsbundnir refsidómar. 163 hinum almennu hegningarlögum til refsingar, sem eigi er þyngri en sektir eða fangelsi, enda séu málsbætur fyrir hendi, svo sem æska, góð hegðun undanfarið, hreinskilin játning, afbrotið smáfellt og skaðabætur greiddar eða boðnar fram, megi kveða svo á í dóminum, að fullnustu refsingarinnar skuli fresta. Frestur fullnustunnar má vera því skilyrði bundin, að dómþoli greiði þeim, sem misgert er við, skaðabætur innan ákveðins tíma, og eftir atvikum, að honum verði komið á siðbætandi heimili, sem nánar sé tiltekið. Af þessu sést, að heimild dómstóla til að fresta fullnustu refsinga og að ákveða, að þær falli niður að vissum tíma liðnum, ef vissum skilyrðum er fullnægt, var einskorðuð við hegningarlagabrot. Reglan náði ekki til annarra refsiverðra brota. Þá fer það eftir refsingunni in concreto, hvort heimilt sé að dæma skilorðsbundið. Sektir og fangelsisrefsingu mátti skilorðsbinda, en ekki hegningarvinnu. Málsbætur þurfti til, að unnt væri að skilorðsbinda refsingu, og voru dæmi þeirra áður talin. Skilorðstími var 5 ár, og var svo ákveðið, að ef dómfelldi sætti innan 5 ára frá fullnaðaruppsögn skilorðsbundins dóms ákæru í opinberu máli fyrir glæp drýgðan að ásettu ráði og væri hann í því máli dæmdur til þyngri hegningar en sekta, skyldi hann einnig sæta refsingu þeirri, sem frestað var. Að öðrum kosti skyldi falla niður fullnægju- gjörð dómsins. Færi því refsingin fyrir nýja brotið fram úr sektum, skyldi skilorðsbundna refsingin koma til fram- kvæmda. Ennfremur val'-þ,að skilyrði, að nýja brotið væri framið af ásettu ráði. Gáleysisbrot ollu því eigi fram- kvæmd skilyrtrar refsingar. Þó var sú undantekning gerð frá þessu, að ef síðara brotið var eigi framið af ásettu ráði, en þyngri refsing en sektir lá við því, þá skyldi dómarinn ákveða eftir öllum málavöxtum, hvort eldra dóminum skyldi fullnægt eða ekki. Loks þurfti nýja brotið að hafa sætt ákæru innan 5 ára frá fullnaðaruppsögn skilorðsbundna dómsins, hvort heldur hann hafði gengið í héraði (óáfrýjað) eða æðri dómi. Miðað er við uppsögn dómsins, en ekki birtingu.

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.