Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1953, Síða 37

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1953, Síða 37
Slcilorðsbundnir refsidómar. 163 hinum almennu hegningarlögum til refsingar, sem eigi er þyngri en sektir eða fangelsi, enda séu málsbætur fyrir hendi, svo sem æska, góð hegðun undanfarið, hreinskilin játning, afbrotið smáfellt og skaðabætur greiddar eða boðnar fram, megi kveða svo á í dóminum, að fullnustu refsingarinnar skuli fresta. Frestur fullnustunnar má vera því skilyrði bundin, að dómþoli greiði þeim, sem misgert er við, skaðabætur innan ákveðins tíma, og eftir atvikum, að honum verði komið á siðbætandi heimili, sem nánar sé tiltekið. Af þessu sést, að heimild dómstóla til að fresta fullnustu refsinga og að ákveða, að þær falli niður að vissum tíma liðnum, ef vissum skilyrðum er fullnægt, var einskorðuð við hegningarlagabrot. Reglan náði ekki til annarra refsiverðra brota. Þá fer það eftir refsingunni in concreto, hvort heimilt sé að dæma skilorðsbundið. Sektir og fangelsisrefsingu mátti skilorðsbinda, en ekki hegningarvinnu. Málsbætur þurfti til, að unnt væri að skilorðsbinda refsingu, og voru dæmi þeirra áður talin. Skilorðstími var 5 ár, og var svo ákveðið, að ef dómfelldi sætti innan 5 ára frá fullnaðaruppsögn skilorðsbundins dóms ákæru í opinberu máli fyrir glæp drýgðan að ásettu ráði og væri hann í því máli dæmdur til þyngri hegningar en sekta, skyldi hann einnig sæta refsingu þeirri, sem frestað var. Að öðrum kosti skyldi falla niður fullnægju- gjörð dómsins. Færi því refsingin fyrir nýja brotið fram úr sektum, skyldi skilorðsbundna refsingin koma til fram- kvæmda. Ennfremur val'-þ,að skilyrði, að nýja brotið væri framið af ásettu ráði. Gáleysisbrot ollu því eigi fram- kvæmd skilyrtrar refsingar. Þó var sú undantekning gerð frá þessu, að ef síðara brotið var eigi framið af ásettu ráði, en þyngri refsing en sektir lá við því, þá skyldi dómarinn ákveða eftir öllum málavöxtum, hvort eldra dóminum skyldi fullnægt eða ekki. Loks þurfti nýja brotið að hafa sætt ákæru innan 5 ára frá fullnaðaruppsögn skilorðsbundna dómsins, hvort heldur hann hafði gengið í héraði (óáfrýjað) eða æðri dómi. Miðað er við uppsögn dómsins, en ekki birtingu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.