Tímarit lögfræðinga - 01.07.1953, Side 49
Framkvæmd laga nr. 89/1936
175
skilorðsbundnum dómi til refsivistar. Slíkt mundi hafa
betri áhrif á almenna löghlýðni og einnig á sökunaut sjálf-
an, sem slyppi þá ekki að öllu leyti við refsingu, enda þótt
hann stæðist skilorðið. Telja þeir, sem þessu eru fyigjandi,
að heimila eigi beitingu fésekta ásamt refsivist í þessum
tilfellum, enda þótt núgildandi lög heimili einungis refsi-
vist.
Yms fleiri atriði eru á dagskrá í þessum efnum, sem of
langt yrði sér upp að telja. Breytingar á ákvæðum okkar
um skilorðsbundna dóma hafa mér vitanlega ekki verið
neitt að ráði ræddar og eru ekki fyrirsjáanlegar, en heppi-
legt er að fylgjast með því, sem efst er á baugi í nágranna-
löndunum í þessum efnum.
Framkvæmd laga nr. 85/1936
um meðferð einkamála í héraöi.
Framkvæmd laga nr. 85/1936 hefur að sumu leyti orðið
með nokkrum erfiðleikum. Fyrstu árin eftir gildistöku lag-
anna mátti það jafnvel teljast undantekning, ef héraðsdóm-
arar og málflutningsmenn færu að öllu leyti eftir þeim.
In gamla tilhögun sýnist hafa verið þeim svo inngróin, ef
ekki hjartfólgin, að þeir áttu mjög bágt með að fella sig
við eða tileinka sér fyrirmæli inna nýju laga. Skriflegur
málflutningur, þar sem málflytjendur fengu frest á frest
ofan til þess að karpa um staðreyndir og málsástæður, var
aðaleinkenni innar gömlu málsmeðferðar. Dómari kynnti
sér lítt málavöxtu eða málflutning fyrr en mál hafði veriö
tekið til dóms. Þá varð dómari að lesa öll in mörku sóknar-
og varnarskjöl, enda þótt reynslan væri sú, að ekkert væri
nýtt í öllum þeim skjölum, nema fyrstu tveimur sóknar-