Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1953, Page 7

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1953, Page 7
Tímarit lögfrœðinga 197 á silfrið. Það sem einum kann að þykja einfalt og auð- skilið, getur öðrum þótt torskilið og margbrotið. Og ein- mitt vegna framangreinds sjónarmiðs dómara hygg ég, að nokkuð af gagnrýni fræðimanna sé til orðin. Þá er dóm- ara og oft talsverður vandi á höndum, er hann þarf í dómi að skýra frá mati sínu á sönnunargögnum eða hvort tilteknar lögfylgjur skuli koma til vegna tiltekinna atvika eða ástæðna. Svo er t. d. er meta skal, hvort aðili eða vitni segi satt eða ekki, aðili teljist grandlaus eða ekki, hvort um gáleysi sé að tefla, við ákvörðun refsingar, sakar- kostnaðar o. fl. Hér er oft um mat á siðferðilegum eigin- leikum eða framkomu að ræða, og kynokar dómari sér þá stundum við að lýsa þessu nákvæmlega í dómi. Þá er ekki ótítt, að dómari byggi niðurstöðu sína í sumum flokkum mála á skoðun á vettvangi eða á munum, t. d. í skaða- bóta- eða refsimálum út af slysum, málum út af göllum á hlut eða mannvirki, landamerkja- eða lóðamerkjamál- um, í húsaleigumálum, er meta hefur þurft þörf leigusala eða krafizt hefur verið íbúðaskipta o. s. frv. Vitnar dóm- ari þá í dómi sínum til þessarar skoðunar, enda oft úti- lokað að gefa fullkomna lýsingu á þessum atriðum. Skoðun getur því verið nauðsynleg til fulls skilnings á slíkum dómi. — Loks er að geta þess vanda, sem risið getur við samningu dóms í fjölskipuðum dómi. Þeir dómarar, sem eru sammála um niðurstöðu, en ósammála um rök fyrir henni, semja að sjálfsögðu að öllum jafnaði hver sitt sér- atkvæði. Á það fyrst og fremst við, þegar um mikilvægan ágreining er að ræða. En stundum getur það komið fyrir, að ágreiningurinn sé minni háttar og þannig varið, að ó- eðlilegt teljist, að hver dómari skili sératkvæði og þá m. a. með tilliti til þess, að ekki getur talizt heppilegt, að tíður opinber ágreiningur sé um smáatriði í forsendum dóms. Dómararnir geta t. d. verið sammála um, að atriðin a, b og c eigi að leiða til tiltekinnar niðurstöðu, en einn dóm- aranna leggur þó aðaláherzlu á atriðið a, telur atriðin b og c hafa minni þýðingu, en þó styðja sömu niðurstöðu. Aðrir dómaranna leggja hins vegar meiri áherzlu á b eða

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.