Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1953, Síða 50

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1953, Síða 50
240 Skottulœkningar í íslcnzkum lögum. eitt, að hann býðst til þess að skera í ígerð í hendi eða fæti A, sem á kost löggilts læknis, og síðan að hreinsa og binda um sárið? Eða má ef til vill telja slíka aðgerð til húsráða, sem hverjum venjulegum manni væri heimilt að fram- kvæma? Það virðist satt að segja líklegt, að tilboð, sem miðað er einungis við einstakan mann eða alveg tiltekna nafngreinda menn um að reyna að lækna þá, muni ekki verða refsivert eftir a) -lið. Sú hætta, að almenningur glæp- ist á lækningaheiti aðilja, er hér ekki fyrir hendi slík sem vera mundi, ef tilboðið er stílað til almennings. En mörkin eru hér líka óglögg. Ef lækningatilraun er framkvæmd, þá getur framkvæmdin verið refsiverð skottulækning, jafnvel þótt hún takist ágætlega. Hvernig sem skilja skal a) -lið, þá hefur skottulækningahugtakið verið rýmkað með hon- um frá því sem var eftir 5. gr. iaga nr. 38/1911. Maður mátti þá að vísu ekki kalla sig ,,lækni“, ef hann hafði ekki lækningaleyfi, en tilboð um lækningatilraun var almennt ekki refsivert. Það var fyrst refsivert, ef aðili „telcur sjúlcling til meðferSar”. b) Það er auðvitað höfuðtilvik skottulækninga, ef alveg ólöggiltur maður „gerir sér lælcningar að atvinnu“. 1 því felst, að aðili taki venjulega borgun fyrir viðtöl við við- skiptavini sína og lækningatilraunir sínar. I rauninni eru tilvikin eftir a) og c) oft undirbúningur til atvinnulækn- inga, en það þarf þó ekki að vera, enda fer það sjálfsagt oft dult, ef ólöggiltir menn taka að stunda lækningar sér til atvinnu. Þeir auglýsa ekki, heldur láta berast mann frá manni um lækningar sínar. Sjúklingatalan er ekki tak- mörkuð. Þeir geta verið allt frá einum (þeim fyrsta, er aðili hefur sannanlega haft til meðferðar) og upp ótak- markað. c) Auk þess, sem sagt var um þenna lið í sambandi við a) lið má geta þess, að þeir einir, sem almennt lækninga- leyfi hafa, hvort sem þeir eru jafnframt sérfræðingar eða ekki, hafa heimild til að kalla sig og auglýsa sig „lækni“ án nokkurrar greiningar. Þeir, sem einungis hafa tak- markað lækningaleyfi, svo sem smáskammtalæknar, tann-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.