Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1953, Page 8

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1953, Page 8
198 Aðstaða. ilúmara t.il andsvara viö gagnrýni. c, einstök eða öll atriðin saraan. Þegar svo stendur á, eru stundum samdar sameiginlegar forsendur, sem ef til vill gefa ekki nákvæma mynd af skoðun hvers dómara, og rökstuðningurinn getur verið mcð nokkru almennara orða- lagi en verið hefði, ef einn dómari hcfði staðið að dómi. I Hæstarétti Noregs er hafður sá háttur á, að hver dómari skilar ávallt sérstöku dómsatkvæði, sem stundum er þannig, að hann vísar til atkvæðis annars dómara og cr ekki óal- gcngt að s.iá það orðað á þessa lund: „Jcg er enig med N. N. i dct vescntlige og i resultatet." Sumir telja, að þessi skip- an mála sé sérstaklega lieppileg, en þó hefur hún sætt nokkurri gagnrýni og að því er virðist með talsverðum rökum, þar scm oft er örðugt að mynda sér glögga skoðun um, hvers konar samband cr milli hinna einstöku atkvæða eða livort raunverulegur ágreiningur er urn rökstuðning. Getur því verið allerfitt að skýra dóminn og gera sér grein fyrir þýðingu hans. í áðurnefndum ákvæðum um dómasamningu í lögum nr. 85/1936 og lögum nr. 27/1951 eru talin tiltekin at- riði, scm eiga að vera í dómsforsendum. Á þar að greina nöfn aðilja, stöðu og heimilisfang, þing og nafn dómara, stað og stund, er dómur var upp kveðinn, hvenær mál var dómtekið, kröfur aðilja í einkamálum, málsatvik og máls- ástæður, er máli þykja skipta, hvað sannað sé eða ómót- mælt, ef um einkamál er að tefla, hugleiðingar dómara um niðurstöðu, þ. e. rökstuðning fyrir henni, réttarfars- sektir, málskostnað og annað, er þurfa þykir. 1 opinberum málum skal og í forsendum greint skilorð, ef dæmt er skilorðsbundið, um skaðabótakröfu og upptöku eigna. 1 dómsorði skal síðan draga saman aðalniðurstöðu dóms, eins og tízka hefur verið, að því leyti sem dómi á að full- nægja með aðför, svo og ef aðili er sýknaður, máli er vísað frá, um málskostnað, réttarfarssektir, eignaupptöku, um málsúrslit samkvæmt eiði eða drengskaparheiti, um að- fararfrcst. Þótt héraðsdómi hafi verið áfátt um sum framantalinna atriða, hefur Hæstiréttur þó hvorki beitt aðfinnslum né

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.