Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1953, Síða 27

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1953, Síða 27
Tímarit lögfræöinga 217 hverjum tíma ekki nauðsynleg. Má í þessu sambandi benda á, að í 14. og 15. gr. laga nr. 40/1907 um verndun forn- menja er gert ráð fyrir því, að eigríaréttur geti haldizt á fundnum forngripum. Þá er og í 30. gr. laga nr. 42/1926 um skipströnd og vogrek gert ráð fyrir því, að eignaréttur að skipi eða skipsflaki standi ótímatakmarkað. Eignaréttur fellur ekki niður út af fyrir sig vegna notkunarleysis heldur vegna löggernings eða þess, að annar en eigandi hefur beitt honum.“ Enn má benda á Hrd. XII., bls. 303 og XVI., bls. 132, svo og norskan hæstaréttardóm í T. F. R. 1934, bls. 391. Dómar þeir, sem hér hafa verið nefndir, sýna, að mjög mikils er talið við þurfa, til þess að um res derelictae sé að ræða. Skýr og ljós afsalsvilji á því augnabliki, sem hlutnum er hent verður að vera sýndur. Og sönnunarbyrðin hvílir á þeim, sem telur sig mega hirða hlutinn. Að þannig vöxnu máli virðist sú regla ráða, að ef nokkur vafi er á því, hvort hlutur sé res derelicta, þá beri, einkum ef hann er nokkuð verðmætur, að lýsa honum í samræmi við þá grundvallarreglu um meðferð fundinna muna o. fl., sem að er vikið að framan. Þótt afsalsvilji sé ekki látinn í Ijós á þeim tíma, sem hlutnum er hent, getur slíkur vilji komið síðar fram beint eða óbeint, t. d. á þann hátt, að hluturinn er lengi látinn afskiptalaus af eiganda, þótt hann viti, hvar hann er. En einnig hér þarf mikið til, sbr. dóma þá, sem nefndir hafa verið. Um 2. En hver verður þá eigandi rei derelictae? Hér koma ýmsir aðilar til greina. Getur hver sem er helgað sér þá? Á landeigandi þá, eða forgangsrétt til þeirra ? Eða er tilkallið ríkisins? Hér veltur enn talsvert á því, hve verðmætir munirnir eru. Sé um muni að ræða, sem svo eru verðlitlir, að ekki séu efni til að lýsa þeim, er föst venja um, að hver sem er megi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.