Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1953, Page 59

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1953, Page 59
Tímarit lögfrœöinga 249 armaður lijá manni, sem óheimila verzlun rekur að vitund hans, verður naumast talinn refsisekur fyrir aðstoð sína. Ef brot varðar við ákvæði almennra hegningarlaga, þá koma þau auðvitað til greina um tilraun og hlutdeild. Sennilega mundu dómstólar beita fyrningarreglum hegn- ingarlaganna analogice um skottulækningar. G. Viðurlög. Þeim má skipta í fjóra flokka: I. Refsingu. II. Slcaðabætur. III. Svipting réttinda. IV. Upptaka. Um U Refsimæli laga nr. 47/1932 eru í 18. gr. og geta tekið til allra, sem refsisekir gerast samkvæmt 15. og 16. gr. laganna. Refsitegundir eru taldar í 1. málsgr. 18. gr. sektir 100—1000 kr., er hækka samkvæmt lögum nr. 14/ 1948, og fangelsi, sem nú má verða varðhald eða fengelsi allt að 2 árum samkvæmt 2. málsgr. 268. gr. almennra hegningarlaga. Að venju er sá varnagli sleginn, að refsi- mæli 18. gr. komi því að eins til greina, að ekki liggi þyngri refsing við broti samkvæmt öðrum lögum. Brot gæti t. d. verið framið beinlínis í því skyni að firra mann lífi eða heiisu eða gáleysisbrot leiddi til líftjóns, sbr. 215. gr. hegnl., eða heilsutjóns, sbr. 219. gr. s. 1., sbr. og 173. og 174. gr. s. 1. Annars eru ákvæði 18. gr. um refsiákvörðun þessi: 1. I sekt, þ. e. minni háttar sekt, skal dæma fyrir minni háttar brot fyrsta sinni framið, 2. málsgr. 18. gr. Af sam- anburði við ákvæði 3. málsgr. 18. gr. laga 1932 verður það með vissu ráðið, að 2. málsgr. tekur einungis til minni háttar brota frömdum fyrsta sinni, sem auðvitað verður að skýra svo, að um fyrsta refsidóm eða sátt samkvæmt 112. gr. laga nr. 27/1951 sé að tefla. Þessi sektarhæð kemur því að eins til greina, að ekki teljist „sannaö, aö brotiö hafi valdi’ð alvarlegu tjóni, eða það er elcki sérstalclega lílclegt til að geta valdið aloarlegu tjóni hvorki fyrir einstaklinga né þjóðfélagið í heild sinni“. Það er, eins og sagt hefur verið, alls ekki refsiskilyrði, að tjón hafi hlotizt af aðgerð-

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.