Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1953, Page 18

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1953, Page 18
208 Járniö á Dynslcógafjöru og málaferli um ]>aö. Þeir, sem slík lönd höfðu numið, fluttust þá brott og námu lönd annars staðar. (sbr. t. d. Gnúpa-Bárður, Landn., bls. 166—167). Slík yfirgefin lönd voru stundum numin aftur (Landn., bls. 164—165 sbr. 167), en oft ekki (Landnám í Skaftafellssýslu t. d.). Ólíklegt er, að lönd, sem aldrei voru numin og lönd, sem yfirgefin voru, hafi verið algerlega eigendalaus eða utan við lög og rétt. Ljóst er og af Grágás, að svo er ekki, a. m. k. er fram liðu stundir, sbr. Landabrigðisþátt 460 (Staðar- hólsbók, Kbh. 1879, bls. 537). Þar segir: „Þat er mælt at almenningar ero a landi her. Þat er almenning er fiorð- ungsmenn eiga allir saman“. Sbr. og Járnsíða, Lbb. 29 (Kbh. 1847, bls. 107) og Jónsbók, Llb. 52 og 59 (Kbh. 1904, bls. 185 og 193). 1 aðalatriðum eru ákvæðin eins, þ. e. að fjórðungsmenn eigi saman rétt í almenningum og megi hver og einn þeirra nytja þá innan vissra takmarka. 1 Jb., Llb. 52 kemur beint fram, að hver sá, sem taldi sér rýmri rétt eíi öðrum, varð að sanna þann rétt sinn. Virðist því, að jafnvel réttur til landnáms á slíkum stöðum hafi verið tak- mörkunum háður. Er fram liðu stundir, komu lögdæmin, a. m. k. að nokkru, í stað fjórðunga, síðar ömtin og loks tóku sýslur við að nokkru, en ríkisvaldið að nokkru. Eðlilegt má e. t. v. telja, að réttur í almenningum, er enginn gat sannað tilkall til, væri eftir sem áður eign þeirra, er á landsvæði fjórðungs bjuggu. En sá hængur er þó á, að erfitt er að finna einstakan aðila, er til fyrirsvars væri um þennan rétt. Sýslunefndir kæmu hér helzt til álita. Þar yrði þó aldrei um neinn einn aðila að ræða og staðarmörk víða breytt. Hneigðin hefur og gengið í þá átt að auka ríkisvaldið á kostnað annarra stjórnsýsluaðila. Dómstólar og fræðimenn eru og á þeirri skoðun, að almenningar séu eign ríkisins að því leyti, sem aðrir sanna sér ekki réttindi þar. Slík sérréttindi eru marg- vísleg, t. d. beit, selstaða, veiði, skógarhögg o. s. frv. og mjög algcng. En með þessari takmörkun má finna eigna- rétti ríkisins nokkra stoð í lögum, auk þeirra ákvæða forn-

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.