Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1953, Blaðsíða 9

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1953, Blaðsíða 9
Tímarit lögfrœöinga 199 ómerkt dóma af þeim sökum. Á það t. d. við um vöntun á nafngreiningu dómara, stöðu aðilja og fleiri minni hátt- ar atriðum. Á hinn bóginn hefur Hæstiréttur átalið, er málsaðilja hefur ekki verið getið (Ilrd. 1939, s. 521 og 1952, s. 408), kröfulýsingu hefur verið áfátt (Hrd. 19U7, s. 40 og 19U8, s. 336), málsatvikalýsing verið óglögg (Hrd. 19U1, s. 117, 1942, s. 148 og 316, 19U3, s. 1, 162, 312, 314, 19U5, s. 216, 1.9U7, s. 40, 1950, s. 399, 1952, s. 408), ófullkominn rökstuðningur fyrir dómsniðurstöðu (Hrd. 19U3, s. 385 og 1951, s. 236). Og Hæstiréttur hefur ómerkt héraðsdóm, er atvikalýsingu hefur verið mjög áfátt (Hrd. 19U2, s. 104 og 19U8, s. 287), rökstuðning dómsniðurstöðu hefur skort (Hrd. 19UU, s. 75 og 19U5, s. 280) eða mjög hefur skort á þetta hvorttveggja ásamt fleiri annmörkum (Ilrd. 19U2, s. 108, 19U5, s. 410, 19UG, s. 381, 382 og 504, 1951, s. 372 og 375, 1953, s. 82). Um starfshætti fræðimannsins, er hann vinnur að gagn- rýni dómsúrlausna, eru ekki til nein lagaákvæði, en óskrif- uð lög ættu það að vera, að fræðimaðurinn birti fyrst gagm-ýni sína að mjög vel athuguðu máli, minnugur þess, að hann hefur hér að jafnaði síðasta orðið, eins og áður hefur verið drepið á, og að gagnrýni af þessu tagi getur verið til þess fallin að hnekkja virðingu fyrir dómstólun- um. 1 þessu sambandi tel ég til dæmis, að stundum sé ekki nægilegt, — m. a. með tilliti til þess, hvernig dómasamn- ingu getur verið háttað, eins og rakið hefur verið hér að framan, — að fræðimaðurinn athugi aðeins dóminn, for- sendur og dómsorð, heldur beri honum og að athuga máls- skjöl öll og, eftir því sem föng eru á, önnur þau atriði, sem ég hefi minnzt á, og hvorki koma glögglega fram í dómi né í málsskjölum. Og ætíð verður fræðimaðurinn að hafa það í huga, að dómur er úrlausn tiltekins málsefnis, sem lagt hefur verið fyrir dómara á ákveðinn hátt. Það verður þess vegna að fara fram með mikilli gát, áður en dregnar eru almennar og víðtækar ályktanir af slíkum dómi. Framanskráðar hugleiðingar vænti ég því að sýni hvort-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.