Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1953, Page 9

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1953, Page 9
Tímarit lögfrœöinga 199 ómerkt dóma af þeim sökum. Á það t. d. við um vöntun á nafngreiningu dómara, stöðu aðilja og fleiri minni hátt- ar atriðum. Á hinn bóginn hefur Hæstiréttur átalið, er málsaðilja hefur ekki verið getið (Ilrd. 1939, s. 521 og 1952, s. 408), kröfulýsingu hefur verið áfátt (Hrd. 19U7, s. 40 og 19U8, s. 336), málsatvikalýsing verið óglögg (Hrd. 19U1, s. 117, 1942, s. 148 og 316, 19U3, s. 1, 162, 312, 314, 19U5, s. 216, 1.9U7, s. 40, 1950, s. 399, 1952, s. 408), ófullkominn rökstuðningur fyrir dómsniðurstöðu (Hrd. 19U3, s. 385 og 1951, s. 236). Og Hæstiréttur hefur ómerkt héraðsdóm, er atvikalýsingu hefur verið mjög áfátt (Hrd. 19U2, s. 104 og 19U8, s. 287), rökstuðning dómsniðurstöðu hefur skort (Hrd. 19UU, s. 75 og 19U5, s. 280) eða mjög hefur skort á þetta hvorttveggja ásamt fleiri annmörkum (Ilrd. 19U2, s. 108, 19U5, s. 410, 19UG, s. 381, 382 og 504, 1951, s. 372 og 375, 1953, s. 82). Um starfshætti fræðimannsins, er hann vinnur að gagn- rýni dómsúrlausna, eru ekki til nein lagaákvæði, en óskrif- uð lög ættu það að vera, að fræðimaðurinn birti fyrst gagm-ýni sína að mjög vel athuguðu máli, minnugur þess, að hann hefur hér að jafnaði síðasta orðið, eins og áður hefur verið drepið á, og að gagnrýni af þessu tagi getur verið til þess fallin að hnekkja virðingu fyrir dómstólun- um. 1 þessu sambandi tel ég til dæmis, að stundum sé ekki nægilegt, — m. a. með tilliti til þess, hvernig dómasamn- ingu getur verið háttað, eins og rakið hefur verið hér að framan, — að fræðimaðurinn athugi aðeins dóminn, for- sendur og dómsorð, heldur beri honum og að athuga máls- skjöl öll og, eftir því sem föng eru á, önnur þau atriði, sem ég hefi minnzt á, og hvorki koma glögglega fram í dómi né í málsskjölum. Og ætíð verður fræðimaðurinn að hafa það í huga, að dómur er úrlausn tiltekins málsefnis, sem lagt hefur verið fyrir dómara á ákveðinn hátt. Það verður þess vegna að fara fram með mikilli gát, áður en dregnar eru almennar og víðtækar ályktanir af slíkum dómi. Framanskráðar hugleiðingar vænti ég því að sýni hvort-

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.