Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1953, Blaðsíða 43

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1953, Blaðsíða 43
Tímant löfjfræðinga 233 yrði sannaður af þeim. Hins vegar var höfðað mál á hendur nokkrum þeirra fyrir brot á einkasölurétti lyfsala, er þeir fremdu með óleyfilegum útilátum meðala. I fyrsta þess konar máli, sem kom til yfirdóms, var smáskammtalæknir, er fengið hafði smáskammtalyf frá Kaupmannahöfn og úr lyfjabúð í Reykjavík, sýknaður í héraði og yfirdómi, en hæstiréttur Danmerkur dæmdi honum 4 króna sekt.1 2) Þetta var árið 1886, en árið eftir voru tveir smáskammta- læknar dæmdir til greiðslu 4 kr. sektar fyrir þetta brot.-') Árið 1900 er loks smáskammtalæknir einn tvívegis sekt- aður fyrir brot þetta um 10 og 15 krónur. En í fyrra mál- inu var hann sakaður um miklu alvarlegra brot, nefnilega, að hann hefði með lækningaaðgerðum sínum valdið skaða. Hafði hann látið taugaveiklaðan mann, sem til hans hafði leitað, nota tintura belladonnae í 3. þynningu, að því er hann taldi, en læknar töldu nokkru kröftugri og sjúk- lingnum hafði orðið meint af. Var talið sannað, að söku- nautur hefði valdið skaða með þessum hætti, og var hon- um gert að greiða 40 króna sekt fyrir það í landsyfirdómi, og staðfesti hæstiréttur þá niðurstöðu.3) Meðan lög nr. 4/1884 giltu, hafa ekki fleiri mál fyrir brot á þeim lögum en nú voru talin komið til aðgerða æðri dómstóla. G. Lög nr. 38/1911. Loks eru lög nr. 4/1884 felld úr gildi með 8. gr. laga nr. 38/1911 um lækningaleyfi. Samkvæmt 1. gr. laga þessara var þeim einum heimilt að fást við lækningar, er staðizt hafa próf í læknaskólanum eða háskóla Islands. Ekki máttu þó aðrir gera sér fæðingarhjálp að atvinnu en þeir, sem lokið höfðu námsskeiði í fæðingarhúsi. Að sjálfsögðu héldu þeir læknar, sem þá höfðu fengið lækningaréttindi sam- kvæmt prófi í læknadeild háskólans í Kaupmannahöfn, .!) Dómasafn III. 10, 78. 2) Dómasafn III. 190, 192. :') Dömasafn VI. 195, 230, 401.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.