Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1953, Side 43

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1953, Side 43
Tímant löfjfræðinga 233 yrði sannaður af þeim. Hins vegar var höfðað mál á hendur nokkrum þeirra fyrir brot á einkasölurétti lyfsala, er þeir fremdu með óleyfilegum útilátum meðala. I fyrsta þess konar máli, sem kom til yfirdóms, var smáskammtalæknir, er fengið hafði smáskammtalyf frá Kaupmannahöfn og úr lyfjabúð í Reykjavík, sýknaður í héraði og yfirdómi, en hæstiréttur Danmerkur dæmdi honum 4 króna sekt.1 2) Þetta var árið 1886, en árið eftir voru tveir smáskammta- læknar dæmdir til greiðslu 4 kr. sektar fyrir þetta brot.-') Árið 1900 er loks smáskammtalæknir einn tvívegis sekt- aður fyrir brot þetta um 10 og 15 krónur. En í fyrra mál- inu var hann sakaður um miklu alvarlegra brot, nefnilega, að hann hefði með lækningaaðgerðum sínum valdið skaða. Hafði hann látið taugaveiklaðan mann, sem til hans hafði leitað, nota tintura belladonnae í 3. þynningu, að því er hann taldi, en læknar töldu nokkru kröftugri og sjúk- lingnum hafði orðið meint af. Var talið sannað, að söku- nautur hefði valdið skaða með þessum hætti, og var hon- um gert að greiða 40 króna sekt fyrir það í landsyfirdómi, og staðfesti hæstiréttur þá niðurstöðu.3) Meðan lög nr. 4/1884 giltu, hafa ekki fleiri mál fyrir brot á þeim lögum en nú voru talin komið til aðgerða æðri dómstóla. G. Lög nr. 38/1911. Loks eru lög nr. 4/1884 felld úr gildi með 8. gr. laga nr. 38/1911 um lækningaleyfi. Samkvæmt 1. gr. laga þessara var þeim einum heimilt að fást við lækningar, er staðizt hafa próf í læknaskólanum eða háskóla Islands. Ekki máttu þó aðrir gera sér fæðingarhjálp að atvinnu en þeir, sem lokið höfðu námsskeiði í fæðingarhúsi. Að sjálfsögðu héldu þeir læknar, sem þá höfðu fengið lækningaréttindi sam- kvæmt prófi í læknadeild háskólans í Kaupmannahöfn, .!) Dómasafn III. 10, 78. 2) Dómasafn III. 190, 192. :') Dömasafn VI. 195, 230, 401.

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.