Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1953, Page 42

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1953, Page 42
232 Slcottulœlcningar í íslcnzkuni lögum. eftir 5. gr. tilskipunar 5. sept. 1794, sbr. 1. eða 3. gr. tilsk. 24. jan 1838. F. Lög nr. U/188U- Meðan konungur fór einn með löggjafarvald Islands, sat allt í gamla farinu, svo um læknaskipun sem annað. En janfskjótt sem alþingi fékk löggjafarvald og fjárveit- inga, varð sú breyting á, að læknishéruð urðu 20 á land- inu (í stað lengstum 8 áður). En vani manna og þörf til vitjunar smáskammtalækna og annarra ólærðra lækna livarf ekki með þessari endurbót. Og alþingi þótti löggjöfin óheppileg og of hörð í garð þeirra, enda fengust ýmsir inna mest metnu og áhrifaríkustu manna talsvert við smáskammtalækningar. Málarekstur á hendur nokkrum þeirra og selctardómar hlutu að ýta undir breytingar á refsimælum fyrir skottulækningar svonefndar. Tókst að fá 5. gr. tilsk. 5. sept. 1794 fellda úr gildi með lögum nr. 4 29. febr. 1884. Samkvæmt þeim skyldi liver sá, sem hefur um hönd lækningar án löggildingar til læknisstarfa og verður uppvís að því að hafa gert skaða með lækninga- tilraunum sínum, sæta allt að 100 króna sektum, enda sé brot eigi svo vaxið, að þyngri hegning liggi við að lögum, eða einföldu fangelsi allt að 4 mánuðum, og beita mátti fangclsi við vatn og brauð, ef brot var ítrekað og mjög miklar sakir voru. Eru ákvæði þessi um refsihæð að mestu sniðin eftir dönskum lögum um skottulækningar (kvak- salveri) frá 3. marz 1854. En það refsiskilyrði, að lækn- ingatilraunin skuli hafa valdið sJcaöa, er þó alveg nýtt og auðvitað mjög þýðingarmikið. Að sjálfsögðu hlaut sönn- unarbyrðin um skaðann af lækningatilraun ólöggilds manns að hvíla á ákæruvaldinu, eins og um annað, sem varðaði selct sökunautar. Eftir að lög nr. 4/1884 voru komin til framkvæmdar, hlaut málssókn á hendur svonefndum sliottulæknum að verða sjaldgæfari, með því að lækninga- aðgerðir þeirra voru venjulega refsilausar, nema skaði ’) Dómas. I 382, 398, 453, II. 39.

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.