Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1953, Page 58

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1953, Page 58
248 Skottulcelcningar i íslenskum lögum. einhverra þeirra brota, sem í 1.—7. tölul. 15. gr. laga nr. 47/1932 greinir, verði talin refsiverð, þó að tilraun til ann- arra brota verði talin refsilaus. E. Ákvæði almennra hegningarlaga um hlutdeild í brot- um, sbr. 22., 23., og 254. gr., taka ekki til annarra brota en þeirra, sem lýst er í hegningarlögunum. Verður því einnig hér athugandi, hvort hlutdeild verði refsiverð. Að því leyti sem ekki er leyst úr þessu atriði í sjálfum lögum nr. 47/ 1932, getur komið til mála að beita ákvæðum almennra hegningarlaga analogice, og má um það vísa til ummæl- anna hér að framan um refsiverðleik tilraunar. Eins og áður getur, felur brot það, sem lýst er í 7. tölul. 15. gr. laga nr. 47/1932 í sér hlutdeild í einni tegund brota þeirra, sem í 15. gr. téðra laga eru talin til skottulækninga. En vitan- lega getur verið um hlutdeild að tefla í fleirum þeirra brota, sem skottulækningar teljast í 15. gr. laganna. 1 4. málsgr. 18. gr. laganna getur viðurlaga á hendur lækni eða þeim, sem hefur lækningaleyfi, fyrir „hlutdeild í skottulækningum", og eru það einmitt sömu brotin sem í 7. tölul. 15. gr. segir. Lögin segja ekkert um aðra hlutdeild. En hæpin er ályktun þar af í þá átt, að annars konar hlut- deild sé refsilaus, fyrst hennar er ekki getið í lögunum. Þau sýnast ekki vera samin af þeirri lögfræðilegu þekkingu og nákvæmni, að ályktun e contrario frá fyrirmælum þeirra geti verið örugg. Það mun að vísu ekki koma til mála að refsa þeim, sem skiptir við „skottulækni", sem með þeim skiptum verður sekur við citthvert ákvæði 15. gr. Þar mun regla refsifræði um concursus necessarius koma til greina. Sjúklingur, sem lætur „skottulækni" stunda sig, verður refsilaus af því. Sá, sem fær nautnalyf eða umsögn til gyllingar vöru eða sá, sem fær lyf í óhófi, verður víst ekki refsisekur fyrir það. Aftur á móti kann að vera vafasamara um aðstoðarmenn „skottulæknis" aðra en þá, sem í 7. tölul. 15. gr. segir. Verður t. d. aðstoðarstúlka á lækningastofu manns, sem stundar þar að vitund hennar „skottulækningar", refsisek fyrir aðstoð sína? Til samanburðar má nefna það, að búð-

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.