Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1953, Blaðsíða 29

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1953, Blaðsíða 29
Tímarit lögfrœðinga 219 Hæstiréttur gerði engar athugasemdir við þá aðferð. Ileim- ildar til kvaðningar meðdómsmanna er ekki getið, en sjálf- sagt er hennar að leita í 3. tölul. 1. mgr. 200. gr. laga nr. 85/1936. Samkv. orðanna hijóðan og athugasemdum við greinina virðist það þó nokkuð rúm lögskýring að kalla til meðdómsmenn, eins og hér stóð á. I greininni er rætt um, að rétt sé að kveðja í dóm sérfróða menn um „teknisk" atriði. Þar sýnist naumast geta verið átt við sérfræðileg atriði í lögfræði. Hér var fyrst og fremst um lögfræðileg úrskurðarefni að ræða. Og jafnvel þótt talið væri, að heim- ildin næði til þess, að sérfræði á tilteknum sviðum lög- fræðinnar þurfi með, þá er naumast um slíkt að ræða hér. Réttarsöguleg efni gátu að vísu skipt máli, og annar sam- dómenda er sérfróður í réttarsögu, eins og kunnugt er, en engu að síður er þetta a. m. k. á mörkum. Á hinn bóginn er hér farið inn á heppilega braut, því að í umfangsmiklum málum er það sérstaklega mikilsvert, að undirdómstigið sé traust og bezta leiðin til þess er sú, að dómarnir séu fjölskipaðir góðum dómendum. Héraðsdómurum virðist hér hafa verið opnuð leið til þess að styrkja undirdóm- stigið á talsvert víðu sviði. Héraðsdómurinn var ágreiningslaus og hver aðila látinn bera sinn kostnað. Áður hafa verið greind nokkur ummæli úr forsendum hans. Rétt er þó að geta nokkurra annarra. M. a. er komist að orði á þessa leið: „Þegar járnið var sett útbyrðis, var fullvíst um stað þess. Síðar hvarf það í sjó og enn síðar varpst það sandi. Mönnum hefur þó alltaf verið nokkurn veginn kunnugt um, hvar járnið var niður komið, og með nútíma tækni hefur ekki verið neinum erfiðleikum bundið að staðsetja það nákvæmlega. Járnið hefur því í raun og veru aldrei verið týnt og verður því réttarreglum um fundið fé ekki beitt eða þær hafðar til hliðsjónar, er skorið er úr ágreiningi um réttindi yfir járninu. Þegar umræddu járni var varpað fyrir borð, var það gert með ráðnum hug og í þeim tiigangi, að létta hið strand-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.