Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1953, Page 32

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1953, Page 32
222 Járniö á Dynslcógafjöru og málaferli um l>aö. lokið á tiltoknum tíma og taldi héraðsdómur, að þá væri samningi um björgun járnsins einnig lokið. Hér er ekki tækifæri til þess að ræða þetta nánar. Þess má þó geta, að bréf þetta átti fyrst og fremst við skipið og það, sem í því var, en ekki bifreiðarnar t. d. og ólíklega um járnið. Á hinn bóginn gátu vátryggjendur vitanlega tekið björgun í sínar hendur hvenær sem var. Þess cr áður gctið, að úrslit málsins í hæstarétti urðu að efni hin sömu og í héraði. Málið var þó í annarri mynd þar að því leyti, að ríkissjóður hafði keypt rétt vátryggjenda, og niðurstaðan því önnur að formi. En staðfesting hæstaréttar á efnisdómi héraðsdóms var reist á öðrum rökum. Hæstaréttardómurinn er kveðinn upp 19. maí 1953, sbr. Hrd. XXIV., bls. 343. Þar segir í forsend- um: „Járn það, sem um er deilt í málinu, er leifar af strandgóssi, sem eftir urðu á strandstað, er tekizt hafði að bjarga skipinu Persicr og nokkrum hluta farms þess. Vátryggjendur farmsins urðu eigendur járnsins, er þeir höfðu innt vátryggingarfé þess af höndum til eiganda farmsins, sbr. 28. gr. laga nr. 17/1914. Ekki var svo með farið af hálfu ríkissjóðs eða fjörueigcnda, sem segir í 28. gr. iaga nr. 42/1926, og féll eignarréttur vátryggjenda því ekki niður af þeim sökum. Er ekki heldur í ljós leitt, að eignarréttur að járninu hafi verið genginn úr höndum vá- tryggjenda vegna annarra atvika, þegar dómur gekk í héraði“. Ljóst er af þessu, sbr. orðin: „Er ekki heldur í Ijós leitt“ o. fl., að hæstiréttur er á sömu skoðun og héraðsdómur, um að eigendur (vátryggjendur) hafi ekki glatað rétti sínum með tómlæti, né heldur að hefð hafi útrýmt honum. Á hinn bóginn kemur ekki fr'am, að bein afstaða sé tekin til sjálf- stæðs björgunarréttar, enda ekki skýr þörf eftir úrslitum. Hæstiréttur telur, að um leifar af strandgóssi sé að ræða. I því felst, að járnið sé hvorki „týnt“ né res derelicta. Samkv. málvenju er það rétt, að hér var um „strandgóss" að ræða. En ekki er jafnvíst, að járnið falli undir hugtakið strandgóss í lögum nr. 42/1926, cnda ekki vitnað til þeirra

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.