Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1953, Blaðsíða 57

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1953, Blaðsíða 57
Timarit lögfrœðinga 247 lækningahugtakið ekki rýmkað, því að hér er hlutdeild í skottulækningum lýst refsiverð, eins og sagt var. Það er tekið fram í niðurlagi 7. tölul., að sama gildi, ef maður með takmörkuðu lækningaleyfi lánar með sama hætti nafn sitt, þeim, sem ekkert lækningaleyfi hefur. Þetta hefði naumast þurft að taka fram, því að auðsætt er, að það hefði komið undir upphafsákvæði 7. tölul., að minnsta kosti analogice. C. Með því að 18. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/ 1940 gildir einungis um brot, sem þau lög taka yfir, þá mun mega refsa fyrir þau brot, sem í 1.—7. tölul. 15. gr. sbr. 16. gr. laga nr. 47/1932 taka yfir og lýst eru skottu- lækningar, hvort sem þau eru framin af ásetningi eða gáleysi, nema ákvæði töluliðanna sýni, að ásetnings sé krafizt. Flest brotin eru í eðli sínu þannig, að brotamaður veit, að hann er að brjóta lögin. Þó mætti vera vafi eða villa um það, hvort tiltekið lyf mætti láta af hendi án lyf- seðils, sbr. 1. töluh, hvort tiltekið lækningaleyfi næði til tiltekins sjúkdóms eða ekki, sbr. 2. tölul., hvort sérfræð- ingsleyfi tekur til meðferðar ákveðins sjúkdóms, sbr. 3. tölul. Ráðlegging eða afhending lyfja ,,í óhófi“, sbr. 4. tölul. og skökk ráðlegging lyfs vegna skakkrar sjúkdóms- greiningar, kann að stafa af gáleysi, og mundi þó vera refsiverð. Brotin, sem í 5. og 6. tölul. greinir, sýnast því að eins refsiverð, að þau séu framin af ásetningi, sbr. orðið „vitandi“ í 5. tölul. og orðin „til þess stílaSa að gylla“ í 6. tölul. Svo sýnist brot samkvæmt 7. tölul. naumast geta verið framið öðruvísi en af ásetningi, en orðalagið girðir þó ekki fyrir að refsa fyrir gáleysi, ef telja mætti brotið framið með þeim hætti. D. Ákvæði almennra hegningarlaga um tilraun, sbr. 20. og 21. gr. þeirra, gilda ekki um brot utan þeirra. En þá má spyrja, hvort tilraunareglum hegningarlaganna verði ekki beitt analogice um brot þau, sem til skottulækninga teljast. Almennt verður spurningu þessari varla svarað. Það fer eftir eðli hvers brots, hvort tilraunareglum hegningarlag- anna verði beitt analogice, og má því vera, að tilraun til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.