Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Page 8

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Page 8
lögum nr. 38, 16/11 1907, sbr. reglug. 107, 27/8 1908. Áhugi á slíkum skóla var þó stöðugt vakandi, en oftast tengd hugmyndinni um háskóla eða þjóðskóla, sem stöð- ugt lifði undir niðri með þjóðinni. Árið 1881 bar Benedikt Sveinsson sýslumaður fram frumvarp um háskóla, en það varð ekki útrætt. Á næsta þingi har hann fram sams konar frumvarp. Þar var þó nafn skólans Landsskóli. Brejdingin varð gerð til að afla málinu fylgis á þinginu og gera það aðgengilegra fyrir ríkisstjórnina. Frumvarpið var samþykkt, en því var neitað staðfestingar. Enn kom frumvarpið fram á Álþingi 1885, en var fellt. í þess stað kom frumvarp um lagaskóla, sem var samþykkt, en var synjað stað- festingar. Á Alþingi 1891 kom málið enn fram, en var fellt. Hins vegar var frumvarp um háskóla samþykkt á Alþingi 1893, en synjað staðfestingar. Þótt frumvörp þau, er að framan greinir væru nefnd frumvörp um stofnun háskóla, mun þó naumast hafa verið um annað að ræða, en sameining embættismannaskólanna, er fyrir voru, að kennslu i lögfræði viðbættri. Loks fór þó svo, að á Alþingi 1903 var samþykkt frumvarp um lagaskóla, og var það staðfest sem lög nr. 3, 4/3 1904, en síðar nokkuð breytl og ný lög nr. 38, 16/11 1907 staðfest. Sam- kvæmt þeim tók Lagaskólinn til starfa eins og fyrr var sagt. Þessi lausn þótti þó ekki viðhlítandi og á Alþingi 1907 var þvi samþvkkt þingsálvktunartillaga í neðri deild þess efnis að skora á landsstjórnina að endurskoða lögin um lagaskóla, læknaslcóla og prestaskóla og semja frum- varp um stofnun háskóla, er lagt yrði fyrir Alþingi 1909. Samkvæmt þessu fól ráðherra, sem þá var Hannes Hafstein, forstöðumönnum embættismannaskólanna að semja frumvarp um stofnun háskóla. Þessir menn voru: Jón Helgason, síðar biskup, forstöðumaður prestaskól- ans, Guðmundur Björnsson landlæknir, forstöðumaður læknaskólans og Lárus H. Bjarnason síðar hæstaréttar- dómari, forstöðumaður lagaskólans. Þeir sömdu frum- 54 Tímaril lögfrœðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.