Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Page 9

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Page 9
varp til laga um stofnun háskóla, og var það mjög sniðið eftir nýlegum náskólalögum Norðmanna. Stjórnin lagði frumvarpið fyrir Alþingi 1909, óbrevtt. Frumvarpið var samþykkt með litlum breytingum og staðfest sem lög nr. 35, 30. júli 1909. Lögin áttu að ganga í gildi, þegar fé yrði veitt til skólans á fjárlögum. Fjárveitingin var tekin i fjárlög fyrir árin 1912—1913, er samþykkt voru á Alþingi 1911. En á sama þingi voru samþykkt fjár- aukalög fyrir árin 1910—1911. 1 þau var sett ákvæði um, að Háskóli Islands skyldi settur 17. júní 1911, en kennarar þó ekki taka laun fyrr en 1. okt. s. á. Fjárauka- lögin voru staðfest 8. júni 1911, og þá þegar settir menn til þess að gegna kennaraembættum til 30. sept. 1911. Samkvæmt lögunum skyldu deildir skólans vera 4, þ. e. guðfræðideild, læknadeild, lagadeild og heimspeki- deild. Hinir settu kennarar voru þessir: Prófessorar; í guðfræðideild Jón Helgason og Haraldur Níelsson; í lagadeild, Lárus H. Bjarnason, Einar Arnórsson og Jón Kristjánsson; í læknadeild, Guðmundur Björnsson og Guðmundur Magnússon; í lieimspekideild, Björn M. Öl- sen og Agúst H. Bjarnason. Docentar: í guðfræðideild Eiríkur Briem, og í heimspekideild Hannes Þorsteinsson. Hinn 19. og 22. sept. 1911 voru framangreindir menn skipaðir í embætti þau, er þeir voru settir til að gegna, þó með þeim breytingum, að Guðmundur Hannesson var skipaður prófessor i læknadeild í stað Guðmundar Björns- sonar, Sigurður P. Sivertsen docent í guðfræðideild i stað Eiríks Briem og Jón Jónsson (Aðils) docent í heimspeki- deild í stað Hannesar Þorsteinssonar. Hinn 17. júní 1911 vor stofnunarhátíð skólans haldin í Alþingishúsinu, en þar var skólinn til húsa, þar til hann flutti í háskóla- bygginguna, haustið 1940. Rektor hafði verið kosinn Björn M. Olsen, en stofn- un skólans lýsti vfir Klemens Jónsson landritari með ræðu, er hann lauk á þessa leið: „Og svo með því að fjáraukalög fvrir árin 1910 og 1911 mæla svo fvrir, að Timarit löc/fræðinga oo

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.